Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
Fjölskyldan Flestir foreldrar vonast til þess að börnin þeirra fái að lifa í betri heimi. Þegar litið er til loftslags er erfitt að sjá fyrir sér að það verði staðan fyrir börn sem fæðast á þessu ári. Mynd: Golli

Um næstu aldamót verða börn sem fædd eru á þessu ári 75 ára gömul. Þessi börn, sem þá verða alls ekki lengur börn, munu lifa í breyttum heimi. „Það Ísland sem mun blasa við þeim og þeirra afkomendum verður á margan hátt öðruvísi en það sem við þekkjum í dag ef ekki tekst að draga verulega úr losun,“ segir í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi frá því í fyrra. „Ákvarðanir dagsins í dag ráða því hversu víðtækar breytingarnar verða.“

Matthías, sonur Hjördísar Sveinsdóttur og Árna Freys Helgasonar, er einn af þessum börnum. Tilkoma hans hefur fengið foreldrana til þess að velta loftslagsbreytingum fyrir sér af meiri krafti, því þó að þau sjái ekki fyrir sér að hættan sé handan við hornið á þeirra æviskeiði þá gæti hún verið það á æviskeiði sonarins. Þau reyna að leggja sitt af mörkum – borða að mestu grænmetisfæði og nota bílinn lítið …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár