Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
Doktor í útimenntun Jakob Frímann Þorsteinsson er fyrsti doktorinn í útimenntun hér á landi. Honum langar að efla útimenntun á Íslandi og lyfta því sem vel er gert í skólastarfi, tómstundastarfi og ferðaþjónustu. „Svo langar mig bara að gera eitthvað sem er skemmtilegt.“ Mynd: Kristinn Ingvarsson
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Náttúran er skólastofa framtíðarinnar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Framtíðarskólastofan er úti í náttúrunni, ekki við tölvuskjá í skólastofu. Þannig sér dr. Jakob Frímann Þorsteinsson, nýdoktor í menntavísindum, kennslu fyrir sér í nánustu framtíð. Í vor varði Jakob doktorsritgerð sína við Deild menntunar og margbreytileika í Háskóla Íslands. Sérsvið hans er útimenntun og í doktorsritgerð sinni greinir hann möguleika útimenntunar á Íslandi.  

„Útimenntun sem fag er enn þá í mótun á Íslandi. Þegar við erum að „hugtaka“ heiminn þá erum við að flokka heiminn í námsgreinar, en svo er svo margt sem fellur á milli námsgreina. Þetta er bara hugarsmíð okkar,“ segir Jakob. Fyrstu heimildir um útimenntun á Íslandi er að finna í hugmyndum um skólastarf á upphafsárum 20. aldar. „Það voru vorskólar og talað um gildi þess fyrir nemendur að fara í svokallaðar skólagöngur til að upplifa náttúruna. Við notuðum önnur orð um þetta en við vorum að tala um þessi tengsl við samfélagið og náttúruna. Hugmyndin um …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár