Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fótbolta- og óperuklisjur gegn loftslagsvánni

Sigrún Gyða Sveins­dótt­ir gjörn­ingalista­mað­ur hef­ur eng­an áhuga á fót­bolta en síð­ustu tvö ár hef­ur hún helg­að líf sitt bolt­an­um. Afrakst­ur þeirr­ar vinnu, óper­an Skjóta, lít­ur nú dags­ins ljós og er til­raun henn­ar til að setja lofts­lags­vána í bún­ing sem marg­ir elska og líkja leikn­um við af­mark­að­an tíma til ákvarð­ana­töku í lofts­lags­mál­um.

Fótbolta- og óperuklisjur gegn loftslagsvánni
Allir á völlinn Kristín Sveinsdóttir messósópran, Vera Hjördís Matsdóttir sópran og Sigrún Gyða Sveinsdóttir, messósópran og höfundur Skjóta, fara með hlutverk eiganda, leikmanns og þjálfara fótboltaliðs í gamanóperu þar sem því er velt upp hvernig hálfleikur í fótbolta getur verið myndlíking fyrir tíma ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Mynd: Alda Valentína Rós

Skjóta er ný gaman-, gjörninga- og samtímaópera sem er jafnlöng og fótboltaleikur. Óperan, sem er frumsýnd í kvöld, fjallar um hvernig hálfleikur í fótbolta getur verið myndlíking fyrir tíma ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Höfundur óperunnar er Sigrún Gyða Sveinsdóttir myndlistarmaður, sem fer fyrir gjörninga- og sviðslistahópnum Tvöföldum túrbó í sælunni (TTS), sem samanstendur af ólíkum einstaklingum á sviði leikhúss, myndlistar, tónlistar, hönnunar og loftslagsgæða. 

„Ég hef verið að vinna með loftslagsbreytingar og um endurnýjun tímans og hvað við manneskjurnar erum litlar og ómerkilegar í sögu tíma jarðarinnar,“ segir Sigrún Gyða, sem hefur áður unnið með íþróttir í listsköpun sinni, til að mynda í óperunni Hlaupa. „Ég er mjög hrifin af íþróttum hvað varðar hvatningu og liðsheild og fór þar af leiðandi að hugsa um hvaða íþrótt ég gæti talað um loftslagsbreytingar í gegnum og hvort ég gæti gert það á annað borð. Það leiddi mig að fótbolta sem er náttúrlega …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár