Fótbolta- og óperuklisjur gegn loftslagsvánni

Sigrún Gyða Sveins­dótt­ir gjörn­ingalista­mað­ur hef­ur eng­an áhuga á fót­bolta en síð­ustu tvö ár hef­ur hún helg­að líf sitt bolt­an­um. Afrakst­ur þeirr­ar vinnu, óper­an Skjóta, lít­ur nú dags­ins ljós og er til­raun henn­ar til að setja lofts­lags­vána í bún­ing sem marg­ir elska og líkja leikn­um við af­mark­að­an tíma til ákvarð­ana­töku í lofts­lags­mál­um.

Fótbolta- og óperuklisjur gegn loftslagsvánni
Allir á völlinn Kristín Sveinsdóttir messósópran, Vera Hjördís Matsdóttir sópran og Sigrún Gyða Sveinsdóttir, messósópran og höfundur Skjóta, fara með hlutverk eiganda, leikmanns og þjálfara fótboltaliðs í gamanóperu þar sem því er velt upp hvernig hálfleikur í fótbolta getur verið myndlíking fyrir tíma ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Mynd: Alda Valentína Rós

Skjóta er ný gaman-, gjörninga- og samtímaópera sem er jafnlöng og fótboltaleikur. Óperan, sem er frumsýnd í kvöld, fjallar um hvernig hálfleikur í fótbolta getur verið myndlíking fyrir tíma ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Höfundur óperunnar er Sigrún Gyða Sveinsdóttir myndlistarmaður, sem fer fyrir gjörninga- og sviðslistahópnum Tvöföldum túrbó í sælunni (TTS), sem samanstendur af ólíkum einstaklingum á sviði leikhúss, myndlistar, tónlistar, hönnunar og loftslagsgæða. 

„Ég hef verið að vinna með loftslagsbreytingar og um endurnýjun tímans og hvað við manneskjurnar erum litlar og ómerkilegar í sögu tíma jarðarinnar,“ segir Sigrún Gyða, sem hefur áður unnið með íþróttir í listsköpun sinni, til að mynda í óperunni Hlaupa. „Ég er mjög hrifin af íþróttum hvað varðar hvatningu og liðsheild og fór þar af leiðandi að hugsa um hvaða íþrótt ég gæti talað um loftslagsbreytingar í gegnum og hvort ég gæti gert það á annað borð. Það leiddi mig að fótbolta sem er náttúrlega …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár