„Ef við ætlum að halda þessu tungumáli lifandi verðum við að skrifa á því“
Sala á prentuðum bókum hefur dregist mikið saman „ ... án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið,“ segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, margreyndur ritstjóri sem fyrir rúmu ári síðan varð framkvæmdastjóri Forlagsins. Hún bendir jafnframt á nauðsyn þess að skrifa á íslensku ef ætlunin er að halda henni lifandi. Og mikilvægi þess að lesa þýðingar – sem eiga nú erfitt uppdráttar. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ef við ætlum að halda þessu tungumáli lifandi verðum við að skrifa á því“

Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir hef­ur starf­að við bæk­ur síð­an hún var barn og sem rit­stjóri hjá Máli og menn­ingu síð­an út­gáf­an var á Lauga­vegi 18. Fyr­ir rúmu ári síð­an tók hún við sem fram­kvæmda­stjóri For­lags­ins. Hún gjör­þekk­ir heim bóka­út­gáfu sem nú tekst á við flókn­ar áskor­an­ir. Hún ræð­ir áskor­an­ir sem bóka­út­gáfa og tungu­mál­ið standa frammi fyr­ir – nú þeg­ar Dag­ur bók­ar­inn­ar er hand­an við horn­ið.

Í anddyri Forlagsins, versluninni, er ilmur af bókum. Þegar gengið er inn í sjálft forlagið, lífæð skáldskapar og fræða, blasir skrifstofa Sigþrúðar við. Hún situr ekki lengur þar sem ritstjórarnir vinna sitt starf,  þar sem mátti finna hana árum saman með handritastafla allt í kringum sig.

Hún byrjaði sem ritstjóri barnabóka en bætti síðan við sig annars konar bókum, fyrst hjá Máli og menningu, þá Eddu útgáfu og loks Forlaginu, sem varð til við sameiningu við JPV útgáfu og forlaga sem höfðu verið undir hatti Eddu.

Síðan á barnsaldri hefur Sigþrúður starfað við að selja bækur, stússa með þær á lager og ritstýra þeim. Og loks: að stýra gangverki langstærsta forlags landsins sem framkvæmdastjóri. En því starfi tók hún við fyrir rúmu ári síðan af Agli Jóhannssyni, sem hafði gegnt því frá stofnun Forlagsins.

Margir ófyrirsjáanlegir þættir spila inn í reksturinn

Sigþrúður situr við skrifborð sitt, kát í lok vinnudags, …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár