Hjalteyri er örlítið þorp, mitt á milli Akureyrar og Dalvíkur, og telur um þessar mundir rétt rúmlega 40 manns. En rétt fyrir síðari heimsstyrjöld, árið 1937, reisti Kveldúlfur þar síldarverksmiðju sem sumar heimildir herma að hafi verið sú stærsta í gervallri Evrópu á sínum tíma. Á blómaskeiði verksmiðjunnar voru íbúar Hjalteyrar þrefalt fleiri en í dag, en verksmiðjan var ekki starfrækt í nema tæp 30 ár og stóð auð að mestu í rúm 40 ár, fyrst og fremst óvenjulegur staður fyrir Eyfirðinga til að stoppa á í sunnudagsbíltúrnum.
En fyrir fimmtán árum tók hópur listafólks sig saman og kom á fót menningarmiðstöð i verksmiðjunni og nú nýlega opnaði Sigurður Guðjónsson, fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í fyrra, nýja sýningu í verksmiðjunni, en Sigurður er helst þekktur fyrir tímatengd verk, þar sem hann rannsakar manngerðar vélar og tækniminjar á borð við þessar. Þessa sýningu vinnur hann út frá miðju hússins, lóðrétt upp …
Athugasemdir (1)