Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Neðansjávar á Hjalteyri

Sig­urð­ur Guð­jóns­son rann­sak­ar raf­magn, hljóð og véla­m­inj­ar í Verk­smiðj­unni á Hjalteyri.

Hjalteyri er örlítið þorp, mitt á milli Akureyrar og Dalvíkur, og telur um þessar mundir rétt rúmlega 40 manns. En rétt fyrir síðari heimsstyrjöld, árið 1937, reisti Kveldúlfur þar síldarverksmiðju sem sumar heimildir herma að hafi verið sú stærsta í gervallri Evrópu á sínum tíma. Á blómaskeiði verksmiðjunnar voru íbúar Hjalteyrar þrefalt fleiri en í dag, en verksmiðjan var ekki starfrækt í nema tæp 30 ár og stóð auð að mestu í rúm 40 ár, fyrst og fremst óvenjulegur staður fyrir Eyfirðinga til að stoppa á í sunnudagsbíltúrnum.

En fyrir fimmtán árum tók hópur listafólks sig saman og kom á fót menningarmiðstöð i verksmiðjunni og nú nýlega opnaði Sigurður Guðjónsson, fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í fyrra, nýja sýningu í verksmiðjunni, en Sigurður er helst þekktur fyrir tímatengd verk, þar sem hann rannsakar manngerðar vélar og tækniminjar á borð við þessar. Þessa sýningu vinnur hann út frá miðju hússins, lóðrétt upp …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Hallsson skrifaði
    Magnað verk, mæli með að öll skreppi á Hjalteyri í sumar til að njóta sýningarinnar.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár