Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Er búinn að vera að skrifa síðan ég var sex ára“

Ár­ang­ur rit­höf­und­ar­ins Ragn­ars Jónas­son­ar á al­þjóða­sen­unni er svo mik­ið æv­in­týri að fæst­ir hér gera sér í hug­ar­lund hversu ótrú­leg­ur hann er. Ragn­ar var ný­lega kos­inn vara­formað­ur RSÍ og feng­ur fyr­ir Rit­höf­unda­sam­band­ið að fá inn­sýn í reynslu hans í samn­inga­gerð er­lend­is og hér heima en hann er jafn­framt lög­fræð­ing­ur sem hef­ur lengi starf­að í fjár­mála­heim­in­um.

„Er búinn að vera að skrifa síðan ég var sex ára“

Um svipað leyti og kjörið var tilkynnt var líka í fréttum að Dimma hefði verið valin besta þýdda glæpasagan á Spáni á síðsta ári en verðlaunin voru afhent á glæpasagnahátíðinni Valencia Negra. Margir kannast við annan þýðenda hennar, en Kristinn R. Ólafsson þýddi bókina ásamt dóttur sinni, Öldu Ólafsson Álvarez.

Viðurkenningarnar hrúgast að Ragnari en fyrir stuttu hlaut Huldu-þríleikurinn Palle-Rosenkrantz-verðlaunin sem besta þýdda glæpasagan í Danmörku. Þess má geta að bækurnar þrjár náðu því að vera á lista yfir tíu mest seldu bækurnar í Þýsklandi og í lok síðasta árs var Snjóblinda valin besta glæpasaga síðustu fimmtíu ára í Frakklandi – þar sem hann hefur fjórum sinnum komist í efsta sæti yfir mest seldu glæpasögurnar frá árinu 2021.

Þetta er bara það sem hefur gerst á síðustu mánuðum. Ragnar afrekaði það að eiga fyrstu íslensku bókina á metsölulistum Sunday Times og Wall Street Journal. Sömu sögu er að segja um …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu