Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Læknar og barnaverndaryfirvöld tóku þátt í mansali á börnum

Arny Hinriks­son seg­ir hol­lenska ætt­leið­inga­miðl­un og sam­verka­menn í Sri Lanka hafa ver­ið barna­m­ang­ara. Með sam­krulli við þar­lenda lækna og barna­vernd­ar­yf­ir­völd hafi þau kom­ist upp með glæpi og grætt „millj­ón­ir á millj­ón­ir of­an á sölu á börn­um“. Arny hef­ur að­stoð­að um þrjá­tíu Ís­lend­inga sem grun­ur leik­ur á að hafi ver­ið fórn­ar­lömb man­sals í Sri Lanka á ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Læknar og barnaverndaryfirvöld tóku þátt í mansali á börnum
Skömm í Sri Lanka Arny Hinriksson segir að enn ríki skömm meðal íbúa í Sri Lanka vegna málsins. Myndin er úr þætti SRF um ættleiðingar í Sri Lanka. Mynd: SRF

Arny, eða Aury eins og Íslendingarnir sem hún er að aðstoða kalla hana, hefur um þrjátíu ára skeið hjálpað fólki sem var ættleitt frá Sri Lanka á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en komst að því að ættleiðingaskjöl þeirra reyndust fölsuð. Talið er að 11 þúsund börn hafi verið ættleidd frá Sri Lanka á þessu tímabili, flest fluttu með foreldrum sínum til Evrópu en einnig Bandaríkjanna, Kanada og Ástralíu. Arny hefur fengið hjálparbeiðnir frá fólki í Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Ástralíu og svo eru það Íslendingarnir.

„Glæpirnir voru vissulega framdir í Sri Lanka en hvernig stóð á því að yfirvöld á Íslandi voru ekki með eftirlit með þessum ættleiðingum“
Arny Hinriksson

„Ég set Íslendingana í forgang því á Íslandi á ég líka rætur því ég bjó þar sjálf um árabil, var gift íslenskum manni og ól drenginn minn upp þar og barnabörnin mín búa á …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár