Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Rígföst í ritmáli bókara

Þetta er skoð­un á sjálf­um mér sem kenn­ara og um leið er ég að rann­saka mynda­sögu­formið og húm­or; hvernig það nýt­ist okk­ur til að læra, skilja og afla okk­ar þekk­ing­ar, seg­ir hinn þjóð­kunni teikn­ari, Hall­dór Bald­urs­son, sem ný­ver­ið gaf út bók­ina Hvað nú? – mynda­saga um mennt­un. Bók­in er meist­ara­verk­efni hans úr list­kennslu­fræð­um við Lista­há­skóla Ís­lands. En Hall­dór er yfir­kenn­ari teikni­deild­ar­inn­ar í Mynd­lista­skól­an­um í Reykja­vík.

Þetta er skoðun á sjálfum mér sem kennara og um leið er ég að rannsaka myndasöguformið og húmor; hvernig það nýtist okkur til að læra, skilja og afla okkar þekkingar, segir hinn þjóðkunni teiknari, Halldór Baldursson, sem nýverið gaf út bókina Hvað nú? – myndasaga um menntun. Bókin er meistaraverkefni hans úr listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands. En Halldór er yfirkennari teiknideildarinnar í Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Við munum með mismunandi skilningarvitum, heldur hann áfram. Við rígfestum okkur við ritmálið og í ritmálinu er oft verið að tala um mikilvægi myndmálsins í löngu máli, en við virðumst ekki nýta okkur það í reynd. Meira bara talað um það. Þessi bók tekur bókstafinn bókstaflega og leyfir myndmálinu að taka yfir. Til að sjá hvernig það virkar. Við venjumst því í æsku að nota myndabækur mikið. Af einhverjum ástæðum þykir okkur svolítið ófínt að nota myndir fyrir fullorðið fólk, segir hann og bendir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár