Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Við getum ekki hent húsum gagnrýnislaust“

Anna María Boga­dótt­ir arki­tekt fylgd­ist með tákn­ræn­um enda­lok­um húss­ins sem byggt var fyr­ir gamla Iðn­að­ar­bank­ann. Afrakst­ur­inn er bæði kvik­mynd og bók sem bera lýs­andi heiti: Jarð­setn­ing.

„Við getum ekki hent húsum gagnrýnislaust“
Með arkítekta augum Anna María notaði bæði þekkingu sína og sjónarhorn sem arkitekt til að miðla reynslu af því að lifa og hrærast í byggingum. Mynd: Anna María Bogadóttir

Jarðsetning er heiti á bæði kvikmynd og bók um upphaf og endalok í manngerðu umhverfi. Kvikmyndin er sögð margslungið verk þar sem farið er inn í stórhýsi Iðnaðarbankans – sem síðar hýsti Íslandsbanka, Glitni, og loks aftur Íslandsbanka – sem reis á sjöunda áratugnum í anda alþjóðlegra framtíðarhugmynda. Hálfri öld síðar var ákveðið að rífa bankabygginguna.

Í bókinni fléttast frásögnin af niðurrifinu saman við sögu hugmynda, sögu borgar og sögu höfundarins, Önnu Maríu Bogadóttur.

Anna María Bogadóttir

„Þessi bygging var mér mjög hugleikin og sérstaklega þegar ég áttaði mig á því að hún ætti að fara að víkja, í kringum 2014–2015,“ segir Anna María sem er arkitekt og menningarfræðingur.

„Þetta var ekki mín uppáhaldsbygging en þetta var mjög fín bygging; klassísk, táknræn fyrir ákveðið tímabil og mjög vönduð á margan hátt. Hún var táknræn í okkar sögu og fyrir ákveðið tímabil. Fyrir alþjóðlegan módernisma með …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár