Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Sigur Rós kveikti ljósið í heiminum að nýju í kvöld“

Sig­ur Rós er alltaf að vinna með brot­hætta feg­urð í bland við aggressjón því að hið við­kvæma þarf líka að fá út­rás, segja Georg Hólm bassa­leik­ari og Jónsi söngv­ari. Georg seg­ir fylle­rísrugl til­heyra for­tíð­inni enda séu þeir litl­ir rokk og ról-gæj­ar. Stund­in hitti Sig­ur Rós í Amster­dam á dög­un­um en tón­leika­ferða­lag þeirra hófst í Mexí­kó í apríl. Einn gesta þar sagði að Sig­ur Rós hefði kveikt ljós­ið í heim­in­um að nýju eft­ir dimm­viðri síð­ustu tveggja ára.

„Ég sá plakat í lyftunni hérna frammi áðan þar sem kom fram að við hefðum spilað hér 2008 en ég mundi alls ekkert eftir því. Oft þekki ég ekki tónleikastaðina fyrr en ég er kominn inn í búningsherbergið okkar. Þannig var það áðan,“ segir Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, þar sem hann hefur komið sér vel fyrir í búningsherbergi sveitarinnar í AFAS LIVE höllinni í Amsterdam síðdegis 1. nóvember. Það eru tæpir tveir tímar í tónleika Sigur Rósar. Georg drekkur svart te, Jónsi er að leggja sig, Kjartan var á rölti um gangana, virtist afar afslappaður, en Óla trommara var hvergi að sjá fyrir tónleikana. En allir voru þeir að undirbúa sig fyrir þriggja tíma gigg á sviðinu. Hver með sínum hætti. 

Að loknum tónleikum í AmsterdamGeorg, Jónsi og Kjartan voru ánægðir með tónleikana í ASAF-LIVE höllinni í Amsterdam

Tveimur tímum fyrir tónleika er komin …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár