Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

190. spurningaþraut: Spurningar um Bandaríkin, þær eru 11 að þessu sinni, ekki 10

190. spurningaþraut: Spurningar um Bandaríkin, þær eru 11 að þessu sinni, ekki 10

Þrautin frá í gær.

***

Þessi þraut er öll helguð Bandaríkjunum í tilefni af forsetakosningunum þar. Og vegna þeirra eru aðalspurningarnar reyndar 11, ekki 10, eins og venjulega.

Fyrri aukaspurningin snýst hins vegar um myndina hér að ofan.

Hvaða bandaríska borg er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Hversu margir eru Bandaríkjamenn? Hér má muna fimm milljónum til eða frá?

2.   Hvað er stærst af hinum 50 ríkjum Bandaríkjanna?

3.   En minnst?

4.   Hvað heitir fjölmennasta borgin í ríkinu Texas?

5.   Hver hefur lengst allra gegnt embætti forseta Bandaríkjanna?

6.   En hver er eini forsetinn, sem hefur fallið í kosningum en síðan náð aftur kjöri seinna?

7.   Til hvaða stórborgar telst Staten eyja?

8.   Bandaríska skáldkonan Louise Glück fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum á dögunum. Áður höfðu 11 Bandaríkjamenn fengið þessi verðlaun. Nefnið að minnsta kosti þrjá þeirra.

9.   Bandaríkjaforsetinn er kjörinn af sérstakri kjörmannasamkundu, eins og kunnugt er, en ríkin 50 kjósa hvert um sig svo og svo marga fulltrúa í þá samkundu. Til Bandaríkjanna teljast ýmis svæði hingað og þangað um heiminn, en fyrir utan hin venjulegu 50 ríki, þá er aðeins eitt svæði talið verðugt þess að fá að kjósa nokkra kjörmenn í samkunduna. Hvaða svæði er það?

10.   Hvað heitir heitasti staðurinn í Bandaríkjunum? – sem er raunar jafnframt einn heitasti og þurrasti staður í heimi.

11.   Hver vinnur forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á morgun?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Í fyrra töldust Bandaríkjamenn vera rúmlega 328 milljónir. Rétt telst vera allt frá 323 milljónum til 334 milljóna.

2.   Alaska.

3.   Rhode Island.

4.   Houston.

5.   Franklin D. Roosevelt.

6.   Grover Cleveland.

7.   New York.

8.   Verðlaunahafarnir 11 á undan Glück eru: Sinclair Lewis, Eugene O'Neill, Pearl S. Buck, William Faulkner, Ernst Hemingway, John Steinbeck, Saul Bellow, Isaac Bashevis Singer, Joseph Brodsky, Toni Morrison og Bob Dylan.

9.   Höfuðborgin Washington í Columbia-hverfi. Hún telst ekki hluti af neinu ríkjanna 50.

10.   Dauðadalur, Death Valley, í Kaliforníu. Þið þurfið reyndar ekki að vita um ríkið þar sem þessi dalur leynist, nafnið á honum sjálfum er nóg.

11.   Þið verðið að bíða fram á miðvikudag með að komast að því hvort þið hafið rétt fyrir ykkur hér eða ekki. 

***

Svör við aukaspurningum:

Borgin er Chicago.

Konan var Rosa Parks, sem fræg varð í mannréttindabaráttu svartra íbúa í Bandaríkjunum eftir að hún neitaði ung að árum að standa upp fyrir hvítum farþega í strætisvagni.

***

Og loks aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár