Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fönguðu ógnvekjandi fegurð tómarúmsins

Andri Snær Magna­son og Anní Ólafs­dótt­ir festu á filmu þá ein­stöku stöðu sem skap­að­ist í sam­komu­banni vegna COVID-19 far­ald­urs­ins í nýrri heim­ild­ar­mynd. Apausa­lyp­se, eða Tí­dægra, er nokk­urs kon­ar sneið­mynd af hug­mynd­um og hug­ar­ástandi fólks.

Síðustu vikur hafa þau Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttir unnið saman að listrænni heimildamynd, en hugmyndin kviknaði í samkomubanninu sem lagt var á vegna kórónaveirunnar. „Okkur langaði svo að fanga tómið, og við fórum að stað að hugsa um hvernig við gætum það. Hvernig föngum við ekkert? Þessa pásu.“

Til stóð að frumsýna heimildamynd þeirra, Þriðji póllinn, þann 27. mars en sökum samkomubanns er það eina sem minnir á tilætlaða frumsýningu stórt plkat sem hangir á Háskólabíói. Anní segir að þegar hún sér plakatið sé það „eins og að líta inn í hliðstæðan veruleika“. Andri Snær gantast með að í þeim veruleika væru þau núna að fara í gegnum runu af „jæja“-viðtölum og bregðast við velgengni heimildamyndarinnar. Í raunveruleikanum varð atburðarásin hins vegar allt önnur, en Andri segir að það hefði verið íronískt ef þau tvö, eirðarlausir heimildagerðarmenn, hefðu eytt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár