Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ísland vann England á EM: „Brjálæði - Algert brjálæði“

Ís­lenska karla­lands­lið­ið mæt­ir Frökk­um í átta liða úr­slit­um á EM. Drama­tísk­ar lýs­ing­ar í ensk­um fjöl­miðl­um: „Ís­lend­ing­arn­ir eru í ljós­um log­um. Þeir spila eins og and­setn­ir. Eins og nor­ræn fót­boltagoð.“

Ísland vann England á EM: „Brjálæði - Algert brjálæði“

„Brjálæði. Algert brjálæði,“ sagði í lýsingu breska blaðsins The Sun á leik Íslands og Englands þegar Íslendingar komust 2 - 1 í Nice eftir að hafa lent 1 - 0 undir á fjórðu mínútu fyrsta útsláttarleiks Íslands á lokakeppni í knattspyrnu karla.

Karlalandslið minnstu þjóðarinnar í sögu EM bar sigurorð af liði Englendingum í 16-liða úrslitum rétt í þessu. Það var rafmögnuð stemning á Stade de Nice í kvöld og þúsundir Íslendinga fylgdust með liðinu.

Við erum bara með trú og vilja sem ekkert annað lið hefur“

Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson og sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands. „Mér er drullusama hverjir þeir eru,“ sagði Ragnar í viðtali eftir leikinn. Auk þess að skora mark átti hann ævintýralega tæklingu, sem forðaði líklega jöfnunarmarki Englendinga, og síðan hjólhestaspyrnu sem endaði næstum með þriðja marki Íslendinga. „Við erum bara með trú og vilja sem ekkert annað lið hefur,“ útskýrði Ragnar. „Við vorum bara óheppnir að vinna ekki stærra.“

 

 

England fer því úr Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu, þremur dögum eftir að hafa kosið um úrsögn sína úr Evrópusambandinu, eftir að hafa verið dæmt úr leik af Íslandi. 

„Aðeins England getur gert þetta. Tekið forystu á fjórðu mínutu, ráðið lögum og lofum næstu tíu mínúturnar og endað 2 - 1 undir. Á móti Íslandi. Aðeins Ísland,“ segir í lýsingu The Sun. „Íslendingarnir eru í ljósum logum. Þeir spila eins og andsetnir. Eins og norræn fótboltagoð.“

Ísland og England hafa tvívegis mæst í vináttuleikjum, fyrst árið 1982 en þá endaði leikurinn með jafntefli eftir að  Arnór Guðjohnsen skoraði mark Íslands. Seinni leikurinn fór fram á Englandi árið 2004 og lyktaði  með 6-1 sigri Englands.

Leikurinn í dag er tvímælalaust mikilvægasti leikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu til þessa. Sigurinn fleytir okkur áfram á EM. Næst á dagskrá er viðureign gegn Frökkum í 8-liða úrslitum. Sigri Ísland mætir það Þjóðverjum eða Ítölum í undanúrslitum.

Daily Mail
Daily Mail

Mirror
Mirror

Bild
Bild Þýska blaðið Bild tengir sigurinn við úrgöngu Englands úr Evrópusambandinu.

The Sun
The Sun Breska slúðurblaðið fjallar um niðurlægingu Breta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu