Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Brill forlagið gaf nýlega út heimspekirit hans The Poetic of Reason. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni The International Association of Aesthetics.

R-LISTA Á LANDSVÍSU, TAKK!

Marg­ir vinstri­menn hugsa nú með sökn­uði til hinna sælu daga R-list­ans sem batt enda­hnút á ára­tuga veldi Sjálfs­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík. Menn hafa nefnt þann mögu­leika að Vinstri græn og Sam­fylk­ing­in tækju hönd­um sam­an og byðu fram með sama hætti á landsvísu í næstu Al­þing­is­kosn­ing­um. Af­bragðs­góð hug­mynd, flokk­arn­ir hafa sýnt að þeir geta unn­ið sam­an í rík­is­stjórn. Eng­in goð­gá væri að...

Water­loo, fyr­ir 200 ár­um

Í dag, átjánda júní, eru tvö hundruð ár lið­in síð­an orr­ust­an mikla við Water­loo var háð. Þar laust sam­an herj­um Napó­leons, Frakka­keis­ara, og and­stæð­inga hans. Frakk­ar biðu fræg­an ósig­ur. For­veri Hitlers eða um­bóta­mað­ur? Spurt er: Voru þetta ekki bara mak­leg mála­gjöld, var Napó­leon ekki for­veri þeirra Stalíns og Hitlers? Svar­ið er Nei með stór­um staf. Vissu­lega var Napó­leon ein­ræð­is­herra en...

Nor­eg­ur, Sví­þjóð og þrúg­andi sátta­menn­ing

Ég bjó í Sví­þjóð einn vet­ur, þá sex­tán vetra sveinn. Eitt sinn átti ég orðastað við ís­lensk­an lækni sem þar hafði bú­ið um nokk­urt skeið. Við rædd­um um­ræðu­menn­ingu Svía. Hann sagði „þeir sem taka þátt í op­in­berri um­ræðu í Sví­þjóð eru eins og hluti af læm­ingja­hjörð, þeir hlaupa all­ir í sömu átt­ina“. Ná­ið skyld­menni mitt horfði á sjón­varps-um­ræð­ur sænskra flokks­leið­toga...

Her­nám í sjö­tíu og fimm ár

Mig minnti að Bret­ar hefðu her­num­ið Ís­land þann tí­unda júní 1940 og ætl­aði að blogga um mál­ið á sjö­tug­asta og fimmta af­mæl­is­deg­in­um. En svo kom í ljós að ég hafði far­ið mán­að­ar­villt, her­nám­ið hófst þann tí­unda maí. Betra er seint en aldrei, ég nota nú tæki­fær­ið til að minn­ast þessa ör­laga­ríka at­burð­ar. Lang­tíma­áhrif Þó hyggst ég ekki ræða ein­staka...

ÓNÝTUNG­AR ( ÞRIÐJI HLUTI)-Græðgi, lána­mál o.fl

Ég sagði í lok síð­ustu færslu að ég hygð­ist ræða græðg­is- og lána­mál í þriðja og síð­asta hluta Ónýtunga­bálks. Græðg­in Dæmi um ís­lenska græðgi er sú stað­reynd að íbúð­ir eru mun stærri á Ís­landi en í Sví­þjóð. Stað­töl­ur sýna að með­al-Ís­lend­ing­ur hef­ur til um­ráða tíu fer­metr­um meira íbúð­ar­rými en með­al-Sví­inn. (hér eru sænsk­ar töl­ur) (og hér eru ís­lensk­ar...

ÓNÝTUNG­AR (ANN­AR HLUTI)-Launa­mál o.fl.

Ég ákvað að skipta færsl­unni í þrennt, ekki bara tvennt þar eð síð­ari hlut­inn var orð­inn ógn­ar­lang­ur. Í þess­um hluta hyggst ég beina sjón­um mín­um að launa­mál­um. Í þriðja og síð­asta hluta verða græðgi, lána­mál og sam­særis­kenn­ing­ar í fyr­ir­rúmi. Mun­ur á auðs- og eigna­dreif­ingu En fyrst ein at­huga­semd. Fólk virð­ist halda að ný­leg­ar töl­ur um auðs- og eigna­dreif­ingu á Ís­landi...

ÓNÝTUNG­AR (FYRRI HLUTI)-Er allt ónýtt á Ís­landi?

Menn kann­ast flest­ir orð­ið „ónytj­ung­ur“, sem þýð­ir „sá sem ekki er til neins nýt­ur“. En þeir þekkja ör­ugg­lega ekki ný­yrði mitt „ónýtung­ur“. Ónýtung­arn­ir geta vel ver­ið nýt­ir borg­ar­ar. Þeir standa á því fast­ar en fót­un­um að allt sé ónýtt á Ís­landi og boða þessa skoð­un í blogg­færslu eft­ir blogg­færslu, blaða­grein eft­ir blaða­grein, á Eyj­unni, í Kjarn­an­um, á feis­bók, á síðu...

Ótt­ar um Megas

Bóka­for­lagið Skrudda gaf út á dög­un­um bók Ótt­ars Guð­munds­son­ar um Megas og ber hún hið frum­lega heiti (Esen­is tesen­is tera) viðr­ini veit ég mig vera. Megas og dauða­synd­irn­ar. Ótt­ar bend­ir á að dauða­synd­ir á borð við græðgi, hroka og ágirnd leiki mik­il­vægt hlut­verk í heimi Megas­ar. En Ótt­ar hefði mátt ígrunda þessa stað­hæf­ingu með kerf­is­bundn­um hætti því hug­mynd­in er merki­leg....

"Oops, I did it again..." Að gera Kötu Jak að frels­ara

Ný­lega hafa ýms­ir álits­gjaf­ar sett fram þá til­lögu að vinstri­flokk­arn­ir fylki sér um Katrínu Jak­obs­dótt­ur í næstu kosn­ing­um, geri jafn­vel kosn­inga­banda­lag að hætti R-list­ans. Til­lög­urn­ar eru alls ekki slæm­ar. En ég hef á til­finn­ing­unni að a.m.k. sum­ir af til­lögu­mönn­um trúi á hana sem eins kon­ar frels­ara, góða höfð­ingj­ann sem öllu muni redda. Trú­in á góða höfð­ingj­ann/frels­ar­ann hef­ur ver­ið land­læg á...

Tap­ar Mili­band?

Fyr­ir rétt rúm­um hálf­tíma var kjör­stöð­um lok­að í Bretlandi. Skoð­anakann­an­ir á kjör­stöð­um (ex­it polls) benda til þess að Íhalds­flokk­ur­inn vinni nokk­uð óvænt­an sig­ur, Verka­manna­flokk­ur­inn tapi þing­sæt­um. Gangi þetta eft­ir (sem er alls ekki víst) þá má ætla að þetta sé fyrst og fremst ósig­ur Ed Mili­bands, ekki sig­ur Ca­merons. Ed varð leið­togi Verk­manna­flokks­ins eft­ir sér­kenni­lega við­ur­eign við bróð­ur sinn, Dav­id....

Var John Locke tals­mað­ur mann­rétt­inda?

Há­kon Helgi Leifs­son skrif­aði ágæta ádrepu um trúfrelsi í Stund­inni ný­lega. Hann seg­ir að heim­spek­ing­ur­inn John Locke (1632-1704) hafi ver­ið einn upp­hafs­manna frjáls­hyggju og ver­ið tals­mað­ur borg­ar­legra rétt­inda, ekki síst trúfrels­is. Af sam­heng­inu má ráða að Há­kon Helgi not­ar „borg­ara­leg rétt­indi“ í merk­ing­unni „mann­rétt­indi“. En mál­ið er ekki eins ein­falt og hann virð­ist halda. Eitt er fyr­ir sig að...

VÍET­NAM­STRÍЭIÐ

Þór­ar­inn Eld­járn orti um þau ár „…þeg­ar Hanoi var höf­uð­borg lífs míns“. Þau ár eru löngu horf­in í ald­anna skaut, í dag eru fjöru­tíu ár lið­in síð­an Víet­nam­stríð­inu lauk. Stríð­inu sem breytti heilli kyn­slóð. Stríð­inu sem breytti Banda­ríkj­un­um. Stríð­inu sem kostaði hundruð þús­und­ir manna líf­ið. Stríð­inu sem enn drep­ur fólk í Víet­nam, fólk sem stíg­ur á forn­ar jarð­sprengj­ur. Stríð­inu sem...

Þjóð­armorð­ið á Armen­un­um

Í dag minn­ast Armen­ar víða um heim þjóð­armorðs­ins sem Ot­tóm­ana-Tyrk­ir frömdu fyr­ir hundrað ár­um. Sið­að fólk víða um heim tek­ur þátt í minn­ing­ar­at­höfn­um, beint og óbeint. Sum­ir með því að syrgja í kyrr­þey, aðr­ir með því að ræða mál­ið. En ekki of­reyna Ís­lend­ing­ar sig á því að minn­ast þess­ara hörm­unga. Hvað koma þeir seðla­veski Ís­lend­inga við? Seðla­vesk­ið ís­lenska er sem...

Páll Skúla­son, pró­fess­or (1945-2015)

Ég hefði helst vilj­að hefja blogg­fer­il minn á Stund­inni með létt­um hætti. En rétt í þessu barst mér sorg­ar­fregn. Páll Skúla­son, heims­speki­pró­fess­or, lést í fyrra­dag. Páll var braut­ryðj­andi heim­speki­kennslu á Ís­landi og vann öt­ul­lega að því að gera veg heim­spek­inn­ar sem mest­an í þjóð­líf­inu. Í hans huga var líf og heim­speki eitt, heim­spek­ing­ur­inn skyldi ekki sitja í fíla­beinst­urni held­ur leggja...

Mest lesið undanfarið ár