Listflakkarinn

Listflakkarinn

Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).
Útsýnið- mannréttindi?

Út­sýn­ið- mann­rétt­indi?

Ferða­manna­iðn­að­ur­inn er orð­inn stærsti at­vinnu­veg­ur­inn á Ís­landi. Við vit­um öll að það fel­ast mik­il tæki­færi í því. Ég man þeg­ar það var varla hræða úti og þeg­ar ann­ar hver veit­inga­stað­ur fór á haus­inn eft­ir hetju­lega bar­áttu við fá­menn­ið. (Jú, ég er að ýkja en ekki mik­ið). Al­mennt eru áhrif ferða­manna­straums­ins góð, hann ætti að þvinga okk­ur til að vinna að...

Að eitra um­ræð­una

Við ber­um öll ábyrgð á því að við­halda um­ræð­unni upp­lýstri og skyn­samri. Stjórn­mála­fólk meira en aðr­ir. Þess vegna er það al­var­legt þeg­ar fyrr­um for­sæt­is­ráð­herra mæt­ir í við­töl og spýr fram sam­særis­kenn­ing­um. Þótt mað­ur viti vel að flokk­ur hans tapi ein­ung­is á því, og senni­lega stjórn­in í heild sinni, (og mað­ur á víst aldrei að trufla mót­and­stæð­ing sem ger­ir mis­tök), þá...

Man­sjúríski fram­bjóð­and­inn

Fyr­ir nokkr­um færsl­um síð­an rak ég það hvernig Re­públi­kana-flokk­ur­inn er klof­inn. Fyrr­um fram­bjóð­end­ur, for­set­ar, hug­mynda­fræð­ing­ar og stærstu nöfn halda sig fjarri lands­fundi og sum­ir jafn­vel gagn­rýna fram­bjóð­anda flokks­ins op­in­skátt, eða grín­ast með fjar­veru sína. (Einn öld­ung­ar­deild­ar­þing­mað­ur­inn sagð­ist ekki kom­ast því hann þyrfti að slá gras­ið heima hjá sér, ann­ar sagði að ef hann yrði ekki heima hjá sér um...

Óhugn­an­legt sjón­arspil í Cleve­land

Nú er lands­fundi Re­públi­kana lok­ið og Don­ald Trump orð­inn op­in­ber­lega full­trúi flokks­ins. Ým­is­legt stend­ur upp úr, t.d. ræða Ted Cruz mót­fram­bjóð­anda hans sem fór upp í pontu, hélt ræðu um frels­ið og íhald­söm gildi, en lýsti ekki yf­ir stuðn­ingi við fram­bjóð­anda flokks­ins. Hann var pú­að­ur nið­ur af flokks­með­lim­um sín­um. Þetta var drama­tískt sjóv. Móð­ir her­manns sem lést við árás á...

Vor­um við Rick-roll­uð af Trump?

Það er ekk­ert óvana­legt við að mak­ar fram­bjóð­enda haldi ræðu á lands­fund­um stjórn­mála­flokka í Banda­ríkj­un­um. Á lands­fundi Demó­krata verð­ur við­snún­ing­ur því þá verð­ur fyrr­um for­setafrú í fram­boði og fyrr­um for­seti í maka-hlut­verk­inu, en hjá Re­públi­kön­um í gær var það með hefð­bundn­ara sniði þeg­ar Mel­anie Trump steig upp í pontu. Hún tal­aði um góð­mennsku, styrk­leika og frá­bæra per­sónu eig­in­manns síns, Don­ald...

Klofna re­públi­kan­ar?

Re­públi­kana­flokk­ur­inn í Banda­ríkj­un­um (svo við rugl­um hon­um ekki óvart sam­an við hina ný­stofn­uðu Re­públi­kana í Frakklandi ;) ), gæti klofn­að. Slíkt hef­ur gerst áð­ur og mun ger­ast fyrr eða síð­ar ef eitt­hvað er að marka sög­una. En í ár virð­ist það ein­stak­lega mögu­legt. Ástæð­an er Don­ald Trump, hin rök­rétta og kannski óumflýj­an­lega af­leið­ing Suð­ur-strategíu Nixons, hin eini sanni arftaki Geor­ge...

Spör­um pen­ing, greið­um náms­lán fyr­ir­fram

Á kosn­inga­svæði Pírata má finna ýms­ar stefn­ur sem væri til mik­ils að koma í verk. Ein þeirra er sú sem snýst um fjár­hags­leg­an stuðn­ing við náms­menn. Nám eru borg­ara­rétt­indi og Pírat­ar eru borg­ara­rétt­inda­flokk­ur. Frjálst sam­fé­lag bygg­ist upp á því að fólk hafi tæki­færi til að fara í nám. (Um þetta er varla deilt, en þess virði að nefna). Pírat­ar telja...
Hættum að sprengja, byrjum að hugsa

Hætt­um að sprengja, byrj­um að hugsa

Geð­veiki er að gera sama hlut­inn aft­ur og aft­ur og bú­ast við ann­arri nið­ur­stöðu. Í gær las ég tvær hrika­leg­ar frétt­ir. Ann­ars veg­ar eina á Stund­inni um líf­færa­þjófn­að á flótta­mönn­um. Hvernig flótta­menn sem reyndu að kom­ast yf­ir mið­jarð­ar­haf­ið en áttu ekki fyr­ir skuld­inni þeg­ar þeir komu að landi voru drepn­ir svo selja mætti líf­fær­in. Með grein­inni fylgdu hrika­leg­ar mynd­ir...

Að berj­ast fyr­ir því að leiða list­ann

Það er auð­velt að detta aft­ur í sama far­ið þeg­ar mað­ur not­ar sömu orð sí­fellt. Einu sinni var póli­tík bara mis­mun­andi smákóng­ar og stór­kóng­ar sem bók­staf­lega börð­ust sín á milli. Þeir leiddu heri. Það var býsna hörð bar­átta. Svo komu bylt­ing­ar, og aft­ur var bar­ist. Lýð­veldi gegn ein­ræð­um. Bar­ist, bar­ist, bar­ist. Svo það er ekki skrít­ið eft­ir þús­und­ir ára af...

Stund­um er­um við vond við okk­ur sjálf

Í grunn­skóla lærði ég um vondu Dan­ina sem bönn­uðu Ís­lend­ing­um að versla við út­lend­inga og mergsugu okk­ur á sama tíma og þeir seldu okk­ur mygl­að mjöl. Síð­ar rann upp fyr­ir mér að mál­ið væri að­eins flókn­ara en svo. Ekki það að Ís­land hafi ekki ver­ið ný­lenda, ekki það að Dan­mörk átjándu ald­ar hafi ekki ver­ið ein­ræð­is­ríki sem nídd­ist á þegn­um...
Mesta hræsni allra tíma?

Mesta hræsni allra tíma?

Lof mér að segja ykk­ur sögu tveggja kvenna. Ein kon­an studdi stríð byggt á lyg­um. Þótt ég væri ein­ung­is ung­ling­ur á Ís­landi var lygafnyk­ur­inn af full­yrð­ing­um Bush og Bla­ir aug­ljós, það voru eng­in gereyð­ing­ar­vopn í Ír­ak og það vissu all­ir. Þar með tal­ið þessi kona sem þá var fyrr­ver­andi for­setafrú, nýorð­in öld­ung­ar­deild­ar­þing­mað­ur. Önn­ur kona fór að berj­ast í þessu stríði....

Af­stöðu­leysi er ekki dyggð

Of marg­ir vilja meina að sitji þeir í lygn­um polli skoð­ana­leys­is öðlist þeir sjálf­krafa ein­hvers kon­ar óum­deil­an­leg­an virðu­leika. En hlut­leysi í stór­um mál­um er oft lít­ið ann­að en hug­leysi. Stund­um hlýt­ur mað­ur að hafa af­stöðu. Ég ef­ast stór­lega um að nokk­ur Ís­lend­ing­ur hafi ver­ið al­ger­lega hlut­laus um það hvort Ís­land ætti að vera sjálf­stætt ríki und­ir lok 19. ald­ar. Menn...

Jakka­föt­in á Bessa­stöð­um

Ég verð að koma út úr skápn­um og játa að mér finnst ís­lenska for­seta­embætt­ið kjána­legt og ís­lenska stjórn­ar­skrá­in alltof óskýr um eðli þessa embætt­is. Og reynd­ar frek­ar lé­leg, enda hafði eng­in hana í há­veg­um fyrr en bú­ið var að gera drög að nýrri með ákvæði sem trygg­ir að þjóð­in fái fullt gjald fyr­ir af­not einka­að­ila af nátt­úru­auð­lind­um. (And­stað­an við frum­varp...

Mest lesið undanfarið ár