Listflakkarinn

Listflakkarinn

Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).
Freyjugata 41

Freyju­gata 41

Á Ís­landi eru ým­is tæki­færi í augn­blik­inu ef mað­ur hef­ur rétta hug­ar­far­ið. Það vill svo til að það vant­ar hús­næði und­ir alls kyns söfn. Nátt­úrugripa­safn­ið t.d. en nú er ég með hug­ann við lista­safn Ís­lands aldrei þessu vant. Það vant­ar að­stöðu fyr­ir var­an­lega mál­verka­sýn­ingu hjá lista­safni Ís­lands sem hír­ist nú í fyrr­um diskó­teki með tæp­lega pláss und­ir skamm­tíma sýn­ing­ar, en...
Völuspá DV, fynd dagsins

Völu­spá DV, fynd dags­ins

Fyr­ir þrem­ur mán­uðu síð­an sett­ist völva DV nið­ur og sá inn í fram­tíð­ina. Verst að það var fram­tíð úr ein­hverri hlið­ar­vídd. En þetta er óneit­an­lega fynd­in lesn­ing: Bjarni Bene­dikts­son mun vaxa í hlut­verki for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins að sögn Völv­unn­ar. Hann upp­sker að hafa ekki tek­ið þátt í gíf­ur­yrða­sam­keppni und­an­far­inna ára og þau mis­tök hans að skattyrð­ast und­ir lok síð­asta árs...
Landkynningin heldur áfram

Land­kynn­ing­in held­ur áfram

Ís­land held­ur áfram að vera at­hlægi í út­lönd­um. Le pe­tit Journal er fransk­ur grín­frétta­þátt­ur í anda Daily Show. Áhorf­enda­töl­ur hans í Des­em­ber í fyrra voru ein millj­ón og sex­hundruð­þús­und manns. Ár­inu þar á und­an horfðu yf­ir tvær millj­ón­ir Frakka á út­send­ingu kvöld­þátt­ar­ins. Með öðr­um orð­um þá er þetta gríð­ar­lega mik­il­væg­ur frétta­þátt­ur. Hann er sýnd­ur í Frakklandi, Belg­íu og Lúx­em­borg, og...

Stofn­andi Mossack Fon­seca verð­launa­skáld

Þeir eru pínu for­vitni­leg­ir þeir Jür­gen Mossack og Ramón Fon­seca.  Fað­ir Jür­gen, Er­h­ar­dt var SS-for­ingi, harð­ur nas­isti en líka einn af þeim sem var náð­að­ur og fékk nýj­an starfs­frama á veg­um CIA. Hann er líkt og karakt­er úr skáld­sögu eft­ir Gra­ham Greene. Er­h­ar­dt flyt­ur með fjöl­skyldu sinni frá Þýskalandi til Kúbu og loks til Panama á veg­um CIA. Frá Panama...
Dauðir páfagaukar

Dauð­ir páfa­gauk­ar

Ís­lensk póli­tík er svo absúrd að ómögu­legt er að bera hana sam­an við póli­tík í Nor­egi, Dan­mörku eða Sví­þjóð. Það er held­ur ekki hægt að bera hana sam­an við breska, franska eða þýska póli­tík. Meira að segja banda­rísk póli­tík er rök­rétt­ari. Fólk af­neit­ar gróð­ur­húsa­áhrif­un­um, en það af­neit­ar samt ekki blá­köld­um stað­reynd­um þeg­ar aug­ljós spill­ing blas­ir við. Menn segja af sér,...
Iceland´s new PM´s past of shady business deals

Ice­land´s new PM´s past of shady bus­iness deals

Ef sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er að velta fyr­ir sér að krefjast for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Ef sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er að velta fyr­ir sér að fara í kosn­ing­ar und­ir for­ystu Bjarna. Þá er flokks­ma­skín­an ann­að hvort fífl­djarf­ari eða vit­laus­ari en ég hélt. Ég held ekki að þeim langi sér­stak­lega að fá al­þjóð­legt kast­ljós á Eng­eyj­ar-ætt­ina. Read all about the Borg­un ca­se- how the PM´s uncle´s recei­ved...
Takk fyrir landkynninguna

Takk fyr­ir land­kynn­ing­una

Það var að renna upp fyr­ir mér núna áð­an að Björk Guð­munds­dótt­ir er fræg­asta ís­lenska kon­an. Og þetta er fræg­asti ís­lenski karl­mað­ur­inn. Það rann upp fyr­ir mér þeg­ar ég út­skýrði fyr­ir japönsk­um kunn­ingja að þrátt fyr­ir frétt­ir um póli­tíska spill­ingu væri Ís­land enn­þá ör­uggt land að heim­sækja. (Þú held­ur að ég sé pirr­að­ur út í þig Simmi, bíddu þar til...

Bréf frá Völ­undi Ást­valds­syni

Bloggi þessu barst óvænt bréf í pósti frá Völ­undi Ást­valds­syni sem marg­ir lands­menn kann­ast við, enda hef­ur hann ver­ið mik­ill frum­kvöð­ull á sviði fjár­fest­inga og at­vinnu­rekst­urs hér á landi. Ég taldi mér ekki fært ann­að en að birta pist­il­inn því eins og Völ­und­ur orð­aði það, „þá væri það eina leið­in til að sýna fram á að ég standi með ís­lensku þjóð­inni gegn Sam­fó­ista...
Listflakk: sofið á sýningum í París og Brussel

List­flakk: sof­ið á sýn­ing­um í Par­ís og Brus­sel

Hvernig list myndu lista­menn skapa ef þeir hefðu óend­an­leg­an tíma til að þróa sig áfram? Þetta er spurn­ing­in sem Hal­ory Goer­ger reyn­ir að svara í Corps diplom­at­ique sem ég sá í Nan­ter­re-Am­andiers í Par­ís í síð­ustu viku. Sýn­ing­in á sér stað um borð í geim­fari sem franska rík­ið send­ir út í geim­inn, í upp­hafs­sen­unni er menn­ing­ar­blaða­mað­ur frá franska rík­is­út­varp­inu að...
Tilfinningaþrungið andrúmsloft í Brussel

Til­finn­inga­þrung­ið and­rúms­loft í Brus­sel

Það er til­finn­inga­þrung­in stemn­ing í Brus­sel þenn­an föstu­dag­inn langa. Mynd­irn­ar sem eig­in­kona mín, Ragn­heið­ur Sig­urð­ar­dótt­ir Bjarn­ar­son, tók rétt í þessu tala sínu máli. Þær eru tekn­ar fyr­ir fram­an Beurs-höll­ina í mið­bæ Brus­sel þar sem fórn­ar­lamba hryðju­verka­árás­anna er minnst af syrgj­end­um, sem eru um­kringd­ir af sjón­varps­fólki og ljós­mynd­ur­um frá öll­um hlið­um.  

Mest lesið undanfarið ár