Listflakkarinn

Listflakkarinn

Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).

Gerviskegg á bráða­mót­tök­unni

Ég fékk fyr­ir mis­tök drög af frétta­til­kynn­ingu send á mig í tölvu­pósti frá inn­an­rík­is­mála­ráðu­neyt­inu: Inn­an­rík­is­mála­ráð­herra kynn­ir: Gerviskegg inn á bráða­mót­tök­ur! Frá og með deg­in­um í dag munu fórn­ar­lömb kyn­ferð­isof­beld­is öll sem eitt fá út­hlut­að gerviskeggi þeg­ar þau koma inn. Gerviskegg­ið mun vera þess eðl­is að það hald­ist límt í rúm­lega hálft ár eða þann tíma sem áætl­að er að mál­ið...

Fyrst ekki er hægt að kaupa in­ter­net­ið

Fyrst fað­ir for­sæt­is­ráð­herr­ans get­ur ekki keypt in­ter­net­ið er senni­lega best að vel­ferð­ar­ráð­herr­ann komi lög­um á það. Er ekki hægt að setja guðlasts­lög­in aft­ur á svona í leið­inni? Ég meina: Sá sem ekki ber virð­ingu fyr­ir heimsku hlýt­ur að hata heimsk­ingja. En nóg af mein­fýsni, það er sjálfsagt mál að sama fólk­ið og trygg­ir fæðu­ör­yggi okk­ar með því að banna franska...

Ung­frú­in, dauð­inn og klám­ið

Það er at­hygl­is­vert að fylgj­ast með því á hvaða veg­ferð pólsk stjórn­völd eru. At­hygl­is­vert í þeim skiln­ingi að það sé hroll­vekj­andi. Á und­an­förn­um ár­um hafa kaþ­ólsk­ir of­stæk­is­menn ógn­að lífi lækna sem fram­kvæma fóst­ur­eyð­ing­ar og hót­að hryðju­verk­um gagn­vart leik­hús­um sem sýna óæski­lega list. Ég skrif­aði um það á reyk­vél­inni í fyrra. Það var nokkr­um mán­uð­um fyr­ir Charlie Hebdo og alla þá...
Trigger warning: Umræða um stjörnugjöf

Trigger warn­ing: Um­ræða um stjörnu­gjöf

Ís­lensk­ir lista­menn þurfa að hætta að væla svona mik­ið yf­ir stjörnu­gjöf. En ís­lensk­ir blaða­menn verða að hætta að gefa svona mik­ið af stjörn­um, þetta er orð­ið vand­ræða­legt. Stjörn­ur eru al­veg leim, það er ekki það, það er alltaf kjána­legt að fá ein­kunn eins og í barna­skóla. Virt­asti álits­gjafi lands­ins og stílisti með meiru, Guð­mund­ur Andri Thors­son skrif­aði fyr­ir nokkr­um vik­um...
Það sem ég næ ekki við íslenzka hægrið

Það sem ég næ ekki við ís­lenzka hægr­ið

Það sem ég næ ekki við ís­lenzka hægr­ið. Nú er ég ekki hægris­inn­að­ur. En ég get al­veg skil­ið lógík­ina að baki barna­legri heims­mynd ný-frjáls­hyggj­unn­ar (sem var sköp­uð af lobbý­ist­um eft­ir­stríðs­ár­anna í sam­starfi við aust­ur­ríska sér­vitr­inga.) Ég átta mig líka al­veg á því hvaða frum­stæði ótti dríf­ur áfram íhalds­semi. Við finn­um stund­um fyr­ir hon­um en lát­um fæst stjórn­ast af hon­um. Suma hluti á ég...
Með fullri virðingu fyrir snickers eplakökum

Með fullri virð­ingu fyr­ir snickers epla­kök­um

Menn­ing­ar­grein­ar. Það má segja nokkra hluti um þær. A. Plögg-við­töl eru frek­ar leið­in­leg lesn­ing. Flest­ir lista­menn lesa ekki einu sinni við­töl við aðra lista­menn. Þeir lesa við­töl­in við sjálfa sig aft­ur og aft­ur. Þeir ger­ast ekki áskrif­end­ur að menn­ing­ar­tíma­rit­um, kvarta bara yf­ir skorti á þeim. B. Gagn­rýni er þokka­lega les­in. Slæm gagn­rýni mjög vel les­in. C. Rit­deil­ur eða átök ná...

Vél­ver­an

„Mamma, ég vil vera sæ­borg þeg­ar ég er orð­in stór,“ sagði litla stúlk­an. „Það heit­ir ekki sæ­borg á ís­lensku ást­in mín,“ svar­ar kon­an. „Við töl­um um vélmann ef það er mann­eskja sem er bú­in að græða í sig raf­bæt­um eða er véltengd til lang­frama af heilsu­fars­ástæð­um.“ „Af­sak­aðu frú mín,“ seg­ir bústni mað­ur­inn sem stend­ur fyr­ir aft­an mæðg­in­in í strætó­skýl­inu. „Þetta...

Ref­sigl­aða þjóð­in

Rétt­lætis­kennd þró­ast hrað­ar en lög­fræði. Ann­að er til­finn­ing og hitt er hefð. Árutug­um síð­ar virð­ist hefð­in ógeð­felld og barbarísk. Nokkr­um öld­um síð­ar absúrd og fá­rán­leg. Mér finn­ast dóm­ar á Ís­landi sér­kenni­leg­ir en mið­að við þró­un­ina munu af­kom­end­ur okk­ar líta á dóms­kerf­ið ár­ið 2100 og finn­ast sér­kenni­legt frek­ar vægt til orða tek­ið. Ég myndi ekki nota orð­ið „sér­kenni­legt“ til að lýsa...

Loft­lags­ráð­stefn­an í Par­ís- síð­asti sjéns?

Ef fyr­ir­sögn end­ar á spurn­inga­merki þá er svar­ið yf­ir­leitt nei. En inni á milli verð­ur að brjóta regl­una. Sum­ir veð­ur­fræð­ing­ar vilja meina að við sé­um nú þeg­ar of sein að ætla okk­ur að koma í veg fyr­ir gróð­ur­húsa­áhrif­in. Ef það næst ekki sam­komu­lag milli stærstu iðn­ríkja heims­ins um tak­mörk­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda þá mun hlýn­un jarð­ar­inn­ar hrað­ast. Við er­um nú þeg­ar að...

Hjóla­skýl­ið og hrægamm­arn­ir

Í met­sölu­bók­inni Lög­mál Park­in­son eft­ir C. Nortcote Park­in­son er at­hygl­is­verð dæmi­saga um nefnd sem á að ræða bygg­ingu kjarn­orku­ofns en end­ar á því að eyða mest­um tíma í að þræta um hjóla­skúr. Lög­mál Parki­sons um smá­muni eða hjóla­skýl­is-áhrif­in geng­ur út á að því flókn­ari og dýr­ari sem hlut­ir eru þeim mun minna eru þeir rædd­ir. Nefnd hitt­ist til að ræða...

Af hverju bara 5%?

Brauð­mola­kenn­ing­in er senni­lega ein ógeð­felld­asta mynd­lík­ing sem mað­ur­inn hef­ur náð að hugsa upp. Þeg­ar frjáls­hyggju­menn lögðu til að lækka skatta á hina ríku var kenn­ing­in sú að ríki­dæmi þeirra myndi aukast svo mik­ið að óhjá­kvæmi­lega myndu aðr­ir njóta góðs af því. Auð­vit­að eru góð­gerð­ar­fé­lög frá­bær en fólk á ekki að vera háð góð­vild annarra þeg­ar kem­ur að nauð­syn­leg­ustu hlut­um. Sú...
Donald Trump: Hófsamur miðjumaður?

Don­ald Trump: Hóf­sam­ur miðju­mað­ur?

Don­ald Trump kom eins og storm­sveip­ur inn í for­val re­públi­kana­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um, þeg­ar hann hélt ræðu þar sem hann sagð­ist telja meiri­hluta mexí­kanskra inn­flytj­enda í Banda­ríkj­un­um vera nauðg­ara, morð­ingja og glæpa­menn al­mennt. Svo bætti hann við að sum­ir þeirra væru ef­laust ágæt­ir. Sem for­seti ætl­aði hann sér að byggja risa­vax­inn múr­vegg og láta Mexí­kó borga fyr­ir hann. Ekk­ert við þetta...

Góð ráð handa brátt fyrr­um ráð­herra

Ef ég væri Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra. Úff. Þetta hljóm­ar eins og leið­in­leg byrj­un á stílæf­ingu fyr­ir grunn­skóla­nem­end­ur. Ég myndi auð­vit­að segja af mér, en fyrst myndi ég við­ur­kenna að kenn­ar­ar hafi meira vit á því hvernig eigi að kenna held­ur en ráð­herr­ar. Ég myndi hlusta á ráð­gjöf þeirra, veita þeim auk­ið sjálf­stæði og við­ur­kenna að hæfi­leik­inn til að ná góðri...

Mest lesið undanfarið ár