Listflakkarinn

Listflakkarinn

Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).

Send­um Ang­elo heim

Fyrsti punkt­ur: Ár­ið 2013 voru 55 fang­ar í ein­angr­un­ar­vist í Dan­mörku. Hér. Ár­ið 2013 voru 83 fang­ar í ein­angr­un­ar­vist á Ís­landi. Dan­mörk er með 5 millj­ón íbú­um. Ís­land 300 þús­und. Gleði­leg Jól. Ann­ar punkt­ur: Nefnd Evr­ópu­ráðs gegn pynt­ing­um álykt­aði um Ís­land að hún hefði áhyggj­ur af óhóf­legri beit­ingu ein­angr­un­ar­vist­ar á Ís­landi. Já, Evr­ópa hef­ur áhyggj­ur af pynt­ing­um á Ís­landi,...

Jóla­leik­rit­ið í ár

Bjarni Ben er ekki svo vit­laus póli­tík­us að hann ráð­ist á for­seta Ís­lands fyr­ir það að deila mat út til fá­tækra. Sem formað­ur sjálf­stæð­is­flokks­ins þarf hann ekki að hafa áhyggj­ur af því hvað hann skrif­ar á twitter, sér­stak­lega. Þetta er flokk­ur fé­lags­legra Darw­in­ista svo jafn­vel þótt fjár­mála­ráð­herr­an hefði sagt að for­set­inn væri að skemma gena­mengi Ís­lend­inga í sam­starfi við fjöl­skyldu­hjálp­ina...
Við erum í djúpum skít- önnur umferð

Við er­um í djúp­um skít- önn­ur um­ferð

Í sein­ustu Stund skrif­aði ég frétta­skýr­ingu um upp­gang öfga-hægrimanna í Frakklandi og rak sögu þess hvernig Front Nati­onal færð­ist frá því að vera fá­menn hreyf­ing sér­vitr­inga sem vildu hvít­þvo sam­starfs­að­ila nas­ista, dreymdu um Frakk­land laust við múslima og gyð­inga, og að end­ur­heimta ný­lendu­veld­ið, yf­ir í að vera póli­tísk og po­púlí­sk fjölda­hreyf­ing. Svo er þetta blogg frá fyrri um­ferð. Evr­ópa...

Formað­ur hús­fé­lags­ins

Mað­ur á alltaf að forð­ast ábyrgð eigi mað­ur kost á því. Að sækj­ast eft­ir því að verða for­sæt­is­ráð­herra er eins og að sækj­ast eft­ir því að vera formað­ur­inn í hús­fé­lag­inu og bjóð­ast til þess í leið­inni að þrífa stiga­gang­inn viku­lega. Það er eitt­hvað dul­ar­fullt við fólk sem sæk­ist eft­ir þannig ábyrgð, og oft ligg­ur eitt­hvað vafa­samt þar að baki. Krefj­ist...
Gleymum ekki gleðinni

Gleym­um ekki gleð­inni

Við Kjart­an Yngvi Björns­son er­um með grein á vísi og frétta­blað­inu í dag. En þið get­ið líka les­ið hana hér. Gleym­um ekki gleð­inni Lest­ur er al­gjör tíma­þjóf­ur. Við sem er­um svo hepp­in eða óhepp­in að hafa al­ist upp í til­tölu­lega skjá­lausu um­hverfi, með enga farsíma eða iPad-a, gát­um fátt ann­að leit­að en í bók­ina þeg­ar for­eldr­arn­ir slökktu á sjón­varp­inu...
Þjóðernishyggjan sigurvegari frönsku kosninganna?

Þjóð­ern­is­hyggj­an sig­ur­veg­ari frönsku kosn­ing­anna?

Frönsku fylk­is­kosn­ing­arn­ar fóru fram í þess­ari viku Sunnu­dag­ana 6 og 12 des­em­ber. Í fyrri um­ferð skor­aði Front Nati­onal hátt, og ég læt vera að blogga um það í bili, en nið­ur­stöð­urn­ar eru sjokk­er­andi á marga vegu fyr­ir þá sem ótt­ast fram­gang þjóð­ern­is­sinna. Flokk­ur­inn sem á fasísk­ar ræt­ur og vill koma aft­ur á dauðarefs­ing­unni var stærst­ur allra flokka í fyrri um­ferð­inni...
Ó Kanada

Ó Kan­ada

Það var einu sinni ung­ur skipu­lags­fræð­ing­ur sem vildi að Ís­land tæki upp kan­ada­doll­ar. Þetta var skap­andi og ástríðu­full­ur mað­ur, eig­in­lega hálf­man­ísk­ur. Eina stund­ina var hann kom­inn til Nor­egs að semja um risa­stór­ar pen­inga­gjaf­ir til lands­ins, þá aðra ætl­aði hann að end­ur­heimta fjár­sjóði úr klóm hrægamma. Þetta var á tíma­bili þeg­ar óvíst var hvort Ís­land gæti unn­ið sig úr hrun­inu...
París dansar

Par­ís dans­ar

Þessi stutta kvik­mynd er svar frönsku lista­kon­unn­ar Louiza Ben­rezzak við hryðju­verka­árás­un­um í Par­ís í síð­asta mán­uði. Í síð­ustu stund er um­fjöll­un um tí­unda hverfi, hverf­ið þar sem árás­irn­ar áttu sér stað, en þetta ví­djó fang­ar ágæt­lega fjöl­breyti­leik­ann í hverf­inu. Það er kannski hallæris­legt að nefna það að leik­stjór­inn sé ís­lands­vin­ur sem einnig sé að vinna að heim­ild­ar­mynd um land­ið, en...
Við erum í djúpum skít- fyrsta umferð

Við er­um í djúp­um skít- fyrsta um­ferð

Við er­um í djúp­um skít, sagði einn fransk­ur góð­vin­ur minn stuttu eft­ir hryðju­verka­árás­irn­ar 13 nóv­em­ber. Og það eru orð að sönnu. Vofa fas­ism­ans svíf­ur nú yf­ir Evr­ópu. Hug­mynda­fræði­leg­ir arf­tak­ar Vic­hy-stjórn­ar­inn­ar hafa unn­ið fyrri um­ferð fylk­is­kosn­inga í Frakklandi. Fyrst tvö at­riði til að hafa í huga: Þótt að kjós­end­ur Front Nati­onal séu með hug­ann við hryðju­verka­ógn, hátt at­vinnu­leysi, bar­áttu gegn ESB...
Úr kassanum og aftur inn

Úr kass­an­um og aft­ur inn

Fé­lags­miðl­ar hafa breytt því hvernig við melt­um og velt­um fyr­ir okk­ur list. Þeg­ar þessi orð eru rit­uð eru ótal færsl­ur um #nak­inní­kassa á twitter sem fanga pæl­ing­ar heill­ar kyn­slóð­ar sem á að vera í próf­um en er að fylgj­ast með nökt­um fyrsta árs lista­há­skóla­nema í kassa. Flest­ir djóka, sum­ir hneyksl­ast, alls kyns hugs­an­ir streyma á tvít­inu. Þessi við­brögð eru mjög...
Öreigarnir- hinir eignarfallslausu

Ör­eig­arn­ir- hinir eign­ar­falls­lausu

Ör­eig­arn­ir Það er snú­ið að þýða titil Ursulu Le Guin: „the dispossessed“ yf­ir á ásætt­an­lega ís­lensku. Tit­ill­inn vís­ar nefni­lega ekki ein­ung­is í skort­inn á fjár­magni eða eig­um, held­ur líka eign­ar­falli. Hinir eign­ar­falls­lausu gæti allt eins ver­ið jafn ná­kvæm þýð­ing, því tungu­mál að­al­sögu­hetj­unn­ar Shevek, Odon­ísk­an, er eign­ar­falls­laus. Íbú­ar tungls­ins An­ar­res eiga ekki hluti þeir deila þeim. Með öðr­um orð­um myndi hinn...
Lýðveldið afþakkar mótmæli; tár, bros og takkaskó

Lýð­veld­ið af­þakk­ar mót­mæli; tár, bros og takka­skó

Um há­deg­ið í dag söfn­uð­ust akti­vist­ar og áhuga­fólk um minni meng­un og heim án gróð­ur­húsa­áhrifa sam­an á Place de la Repu­blique. Fólk hélt hönd í hönd og mynd­uð var keðja sem náði frá Repu­blique (torgi lýð­veld­is­ins) nið­ur á Nati­on (torgi þjóð­ar­inn­ar), þriggja kíló­metra leið. Hér má sjá horn­ið þar sem hin mennska keðja end­aði: Einnig voru skór skild­ir eft­ir á...

Mest lesið undanfarið ár