Listflakkarinn

Listflakkarinn

Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).

Þrjú kerfi

Kerfi eitt, Það er til heill iðn­að­ur í kring­um kvóta­kerf­ið. Þá er ég ekki að tala um sjó­menn eða fisk­sölu­menn, eða skipa­fram­leið­end­ur og frysti­hús­a­starfs­menn. Ég meina lög­fræð­inga. Lög­fræð­inga sem gegna stöð­um sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki styrkja og inn á milli koma með órök­studd­ar full­yrð­ing­ar fyr­ir því að ekki fyr­ir­finn­ist neitt sem geti kall­ast „þjóð­ar­eign.“ Það er heill iðn­að­ur sem geng­ur...

Trump sveig­ir til vinstri

Fyr­ir tveim­ur ár­um síð­an byrj­aði Hillary Cl­int­on að gagn­rýna Obama í fjöl­miðl­um. Hún var ekki leng­ur í rík­is­stjórn og vin­sæld­ir Obama lækk­andi, hún vildi skapa fjar­lægð milli þeirra tveggja og ímynd miðjusinna. Senni­lega sá hún ekki fyr­ir sér að nein raun­veru­leg áskor­un kæmi gagn­vart sér á vinstri­hlið, en flest­um til undr­un­ar kom gam­all sósí­alisti (óflokks­bund­inn fram til þessa) frá Vermont...

Gleym­ið túrist­un­um, ger­um þetta fyr­ir okk­ur sjálf

Ef Ís­lend­ing­ar hafa skoð­un á ein­hverju þá eru það hús og höf­uð­stöðv­ar. Hvernig stend­ur á því að ekk­ert hús virð­ist hafa það hlut­verk að sýna hand­rit Ís­lend­inga­sagn­ana? (Talandi um ógagn­sæi . . . eins mik­inn lýð­ræð­is­leg­an rétt og við eig­um á því að sjá öll gögn stjórn­sýsl­un­ar þá væri ég mun frek­ar til í að sjá Kon­ungs­bók) Mér er svo...

Dauða­fær­ið - Ó El­iza­beth War­ren

Mér finnst rétt­ast að byrja þessa blogg­færslu á því að nefna að ný­ráð­inn að­stoð­ar­mað­ur ut­an­rík­is­ráð­herra (sem ætl­ar að sinna starf­inu í hálfri vinnu með­fram skóla) er á laun­um sem eru tvö­falt hærri en starfs­laun lista­manna. En það er ekki inni­hald færsl­unn­ar. Ó nei. Hald­ið ykk­ur föst­um. Mig lang­ar til að lýsa yf­ir stuðn­ingi mín­um við Elísa­betu sem for­seta. Ekki Elísa­betu...
Afbrigðilegheit á háskólastigi

Af­brigði­leg­heit á há­skóla­stigi

Ég rakst á býsna skondna glæru á net­inu áð­an. Glær­an kem­ur úr há­skóla­áfanga við Há­skóla Ak­ur­eyr­ar. (Ég biðst af­sök­un­ar á að hafa bendl­að þetta við áfanga í Há­skóla Ís­lands, það er byggt á mis­skiln­ingi af minni hálfu, og er þetta tek­ið úr myschool kerfi HA en ekki Uglu­kerfi HÍ). En það má segja að frek­ar úr­elt við­horf end­ur­spegl­ist í glær­unni....
Líftæknisögur: Ishiguro og Bacigalupi

Líf­tækni­sög­ur: Is­higuro og Bacigal­upi

Klón­arn­ir und­ir­gefnu Slepptu mér aldrei (never let me go) eft­ir Kazuo Is­higuro er svo sann­ar­lega ógn­væn­leg bók. Hún kom út ár­ið 2005 og var til­nefnd til Booker-verð­laun­ana og stuttu síð­ar þýdd á ís­lensku (reynd­ar óvenju fljót­lega og prýði­lega vel). Líkt og í mörg­um bóka Is­higuro svíf­ur von­leys­is­leg ang­ur­værð yf­ir vötn­um. Per­són­ur hans virka á oft á tíð­um eins og þær...
Þegar fíkjulaufin sigra

Þeg­ar fíkju­lauf­in sigra

List, líkt og góð­ur brand­ari, er mest spenn­andi þeg­ar hún dans­ar á mörk­um þess að vera sið­sam­leg. List er spenn­andi þeg­ar hún er ógeðs­leg. Mik­il ósköp hlýt­ur Michelang­elo að hafa fund­ist hann vera krass­andi þeg­ar hann skreytti Sist­ínsku kap­ell­una og Carafa Kardí­náli krafð­ist þess að hann mál­aði fíkju­blöð yf­ir typp­in. (Michelang­elo brást við með því að mála mann af­ar lík­um...
Við hugarfársins fjöll

Við hug­ar­fárs­ins fjöll

eða allt það sem þú vild­ir ekki vita um mörgæs­ir og hefð­ir aldrei átt að velta fyr­ir þér „Ég held að mesta mis­kunn sem mann­kyn­inu hafi ver­ið sýnd er van­geta þess að setja alla vitn­eskju sína í sam­hengi. Við er­um stödd á frið­sælli eyju þekk­ing­ar­leys­is, í miðju svarta­hafi ei­lífð­ar­inn­ar og okk­ur var ekki ætl­að að ferð­ast langt það­an. Vís­inda­grein­ar halda...
Hungurleikarnir

Hung­ur­leik­arn­ir

Í Hung­ur­leik­un­um eft­ir Suz­anne Coll­ings seg­ir frá rík­inu Panem þar sem ung­menni í lægri stétt­um sam­fé­lags­ins eru lát­in berj­ast á móti hvort öðru til dauða í beinni sjón­varps­út­send­ingu. Í bóka­flokkn­um er þetta gert í tvenn­um til­gangi, til að sundra sam­stöðu al­menn­ings og til að minna á vald efri stétt­ar­inn­ar í höf­uð­borg­inni. Al­mennt er ég Tolkien-meg­in í lestri mín­um á fant­así­um...

Lista­manna­laun: Hark

Það er leið­in­legt að vera lista­mað­ur í janú­ar. Um­ræða um list í janú­ar er eins og slæm þynnka eft­ir langt jóla-fylle­rí þar sem enda­lausu lofi hef­ur rignt yf­ir lista­menn­ina. „Þú ert frá­bær, gef mér fimmu, gef mér fimm stjörn­ur,“ hef­ur lista­mað­ur­inn van­ist að lesa um sjálf­an sig og vakn­ar viku eft­ir ný­árs­dag við: „Afæta, elítusnobb, sjálf­töku­fól!“ Ís­lensk þjóð­arsál er eins...

Mest lesið undanfarið ár