Maurildi

Maurildi

Ragnar Þór er heimspekingur og kennari. Hans skoðun er sú að nærtækasta leiðin til að bæta samfélagið sé að ala upp betri borgara en hingað til. Borgara sem gera meiri kröfur. Ekki bara til annarra heldur líka sín. Á blogginu er gerð tilraun til að gera slíkar kröfur.

Bubbi kóng­ur

Það er ekki rétt hjá Dav­íð að þjóð­in þekki hann öll. Það fenn­ir hratt yf­ir sög­una. Stór hluti þjóð­ar­inn­ar hef­ur eng­an áhuga á rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins. Sá hluti þjóð­ar­inn­ar sem skoð­an­ir eða áhuga hef­ur á Dav­íð verð­ur minni með hverri fæð­ingu og jarð­ar­för. Það er óneit­an­lega nokk­uð skáld­legt að eitt af því fyrsta sem Dav­íð tók sér fyr­ir hend­ur var að leika Bubba...

Kjós­end­urn­ir hans Dav­íðs

„Um­brota­tím­ar krefjast mik­il­hæfra manna“. Þannig hefst hið stór­brotna rit­verk um Góða dát­ann Svejk. Þannig hófst líka kosn­inga­bar­átta Dav­íðs Odds­son­ar til embætt­is for­seta Ís­lands. Það var við hæfi. Ekki bara vegna þess að Dav­íð hef­ur áð­ur til­eink­að sér stjórn­speki úr ranni hins búldu­leita, tékk­neska fót­gönguliða („Agi verð­ur að vera í her­búð­un­um.“) held­ur ein­mitt vegna þess að sú hryggð­ar­mynd til­gangs­leys­is og löngu­vit­leysu sem mál­uð er í...

1. maí og fram­tíð­in

Í bók sinni Kría sigl­ir um Suð­ur­höf seg­ir Unn­ur Jök­uls­dótt­ir frá reynslu sinni af mót­töku gesta á hinum ýmsu eyj­um í Kyrra­haf­inu. Á ein­um stað hvarfl­ar hug­ur­inn heim til Ís­lands og þeirr­ar vissu að sá tími muni að end­ingu renna upp að ferða­mennska verði und­ir­stöðu­at­vinnu­grein hér á landi. Þetta var á tí­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Tutt­ugu ár­um eft­ir að bók­in kom út varð...

Lang­dræg lausn á vanda lands­ins

Stóra spurn­ing­in núna er ekki sú hvort kosn­ing­ar verða í októ­ber eða nóv­em­ber; hvort mót­mælt er við Aust­ur­völl eða í Garða­bæ. Við er­um orð­in þjóð­in sem varð ger­spill­ingu að bráð. Við stönd­um á tíma­mót­um sem gera munu áð­ur óþekkt­ar kröf­ur til ríkja heims. Á sama tíma er mark­visst unn­ið gegn því að næsta kyn­slóð Ís­lend­inga fái boð­lega mennt­un.  Það er hægt...

Á fleygi­ferð í átt­ina að engu

Ís­lensk stjórn­mál eru þessa dag­ana á fleygi­ferð í átt­ina að engu. Sem er und­ar­legt í ljósi þess að nú er end­an­lega orð­ið al­gjör­lega ljóst að land­inu er ekki leng­ur vært í mók­inu sem það hef­ur sof­ið í ára­tug­um sam­an.  Fyr­ir hálfri öld eða svo var land­ið ný­skrið­ið úr hópi þró­un­ar­landa í átt til efna­hags­legr­ar vel­meg­un­ar. Fyr­ir hálf­um ára­tug vor­um við ný­skrið­in úr...

Ís­land þarfn­ast betri þjóð­ar

Dag­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru tald­ir. Spurn­ing­in er bara hvort dauða­stríð­ið verð­ur snöggt eða ögn lengra. Því leng­ur sem rík­is­stjórn­in sit­ur, því meira af­ger­andi verð­ur fall henn­ar. Lengst get­ur hún set­ið út kjör­tíma­bil­ið. Ef það ger­ist verð­ur það vegna þess að hún lend­ir í sömu stöðu og rík­is­stjórn Jó­hönnu – þar sem hang­ið er yf­ir eig­in dán­ar­beði vik­um og mán­uð­um sam­an. Mönn­um hef­ur...

Stjórn­ar­and­stað­an er ekki svar­ið

Helgi Hrafn hafði á réttu að standa þeg­ar hann full­yrti að síð­ustu dag­ar hafa snú­ist um ofsa­fengna leit stjórn­valda að minnsta mögu­lega und­an­hald­inu. Við hvert hænu­skref er snú­ið við og bú­ist til varna og vand­séð er að raun­veru­leg­ar um­bæt­ur eða upp­gjör eigi sér stað nema ákefð­in og ofs­inn í mál­inu öllu sé þeim mun meiri. Sem er synd. Sið­ferði bygg­ir...

At­burð­ir dags­ins

Inn­an við sól­ar­hring eft­ir að for­sæt­is­ráð­herra var sak­að­ur op­in­ber­lega um að vera með jesús­ar­komp­l­exa var bú­ið að semja á bak við tjöld­in þann endi á æv­in­týr­ið að hann skyldi fórna sér fyr­ir synd­ir allra hinna.  Við­bú­ið var að Bjarni Ben gæti ekki stað­ist það að reyna að halda sjálf­ur í völd­in, þrátt fyr­ir að vera aug­ljós­lega líka kám­ugur upp fyr­ir...

Eggja­skurn­in á Bessa­stöð­um

„„Við stönd­um nú frammi fyr­ir nýrri ógn,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Ís­lands um hryðju­verk­in í Belg­íu.“ Á þess­um orð­um hefst frétt Rúv um við­brögð for­set­ans við hinum hrylli­legu hryðju­verka­árás­um í Brus­sel í morg­un. Ég á dá­lít­ið erfitt með að átta mig á Ólafi Ragn­ari hér. Ekki að­eins er hann doktor í stjórn­mála­fræði held­ur nam hann ár­um sam­an í Evr­ópu....

Kæri lög­mað­ur kenn­ara­for­yst­unn­ar

Kæri lög­mað­ur kenn­ara­for­yst­unn­ar, það ku vera í tísku þessa dag­ana að hóta kenn­ur­um lög­sókn­um. Ein­hver koll­egi minn gæti átt yf­ir höfði sér lög­sókn fyr­ir að senda barn þreytt heim úr skól­an­um ef marka má frétt­irn­ar. Og sjálf­um var mér í dag hót­að lög­sókn fyr­ir þessa færslu hér. Það óvenju­lega í mál­inu er að sá sem hót­ar að láta þig,...

Eiga Pírat­ar eitt­hvert raun­veru­legt er­indi?

Bernie Sand­ers safn­aði á ein­um sól­ar­hring and­virði 818 millj­óna króna með því að biðja al­menn­ing um að styrkja sig til áfram­hald­andi kosn­inga­bar­áttu. Það er stór­frétt. Hing­að til hafa risa­fram­lög til for­setafram­bjóð­enda fyrst og fremst kom­ið frá inn­múr­uð­um hags­muna­að­il­um. Auð­vit­að í trausti á það að pen­ing­un­um fylgi hags­mun­ir í kaup­bæti. Það er að eiga sér stað gliðn­un í kerf­inu. Á viss­an...

Skóla­stjór­ar skamm­að­ir fyr­ir skít­verk­in

Það er ekki öf­undsvert að vera skóla­stjóri þessa dag­ana. Þeg­ar rifr­ild­ið um nýja til­hög­un grunn­skóla­mála með nýju vinnu­mati stóð sem hæst var gjarn­an full­yrt að eng­inn skóla­stjóri myndi leyfa skóla­starfi að skað­ast. Þess vegna gætu kenn­ar­ar sof­ið ró­leg­ir. Þótt opn­að yrði á ýms­ar mat­ar­hol­ur hag­ræð­ing­arsinna myndu skóla­stjór­ar ekki hleypa nið­ur­skurð­ar­mönn­um í þær. Efa­semda­menn sögðu á móti að vilji skóla­stjóra skipti...

Mest lesið undanfarið ár