Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.

Bönnum dróna en kúkum í þjóðargersemina

Bönnum dróna en kúkum í þjóðargersemina

Þingvallanefnd vill banna „ónæðisflug“ í þjóðgarðinum, samkvæmt fréttum.  Útsýnisflug verði takmarkað og notkun dróna með öllu bönnuð. Nefndin hefur áhyggjur af því að þessar fljúgandi, suðandi myndavélar valdi ferðafólki ónæði.

Það kann svo sem eitthvað að vera til í því en samt finnst mér að Þingvallanefndin ætti að eyða tíma sínum og orku í að leysa annan og miklu stærri aðsteðjandi vanda. Sumsé að bjarga sjálfu Þingvallavatni frá eyðileggingu.

Frárennslismál frá fjölda sumarbústaða við vatnið hafa verið í algjörum kúk (í orðsins fyllstu merkingu) um margra ára skeið. Ekkert er aðhafst í málunum og á meðan heldur þjóðargersemin Þingvallavatn áfram að mengast.   Hátt í 700 sumarhús standa á verndarsvæði Þingvallavatns og eru þau langflest langt frá því að uppfylla þær kröfur sem þar eru í gildi um fráveitumál. Frestur til að koma upp rotþróm sem uppfylla skilyrði hefur verið framlengdur í tvígang án þess að umbætur hafi látið á sér kræla. Eftir að hafa rústað Lagarfljóti og stórskemmt Mývatn erum við á góðri leið með að eyðileggja Þingvallavatn vegna skeytingarleysis - breyta því í rotþró.

Við erum að tala um Þingvallavatn – sjálfa þjóðargersemina.  Þetta djásn íslenskrar náttúru sem þykir svo einstakt og merkilegt að full ástæða þótti til að setja það á heimsminjaskrá UNESCO. 

En fráveitumálin eru ekki eina ógnin við Þingvallavatn. Frá upphafi Nesjavallavirkjunar hefur heitt vatn runnið með öðru yfirborðsvatni niður í Lækjarhvarf og þaðan eftir bergsprungum undir hrauni til Þorsteinsvíkur. Inn úr Þorsteinsvík er gjásprunga sem áður kallaðist Seiðagjá. Þar er talið að volgrur hafi hitað vatnið í 8-10°C sem er kjörhiti urriða til riðunar. Árið 2000 var hitastig í gjánni orðið 15,5°C og árið 2011 hafði það hækkað í 27,4°C. Þar sést enginn urriði lengur. Gjáin heitir ekki lengur Seiðagjá. Núna heitir hún Varmagjá til að breiða yfir skömmina.

Rannsóknir vísindamanna sýna að aukning niturs/NO3 hafi verið mikil í Þingvallavatni á undanförnum árum. Afleiðingin er aukinn þörungavöxtur í Þingvallavatni sem er ein helsta ógnin við núverandi ástand þess.„Ef heldur fram sem horfir er hætt við að margrómaður blámi og tærleiki Þingvallavatns muni rýrna með tilheyrandi skakkaföllum fyrir lífríkið,“ var haft eftir Hilmari J. Malmquist, líffræðingi.

Ferðafólk í þjóðgarðinum fær kannski næði fyrir suðandi drónum en hætt er við að það muni ekki njóta tærleika og fegurðar Þingvallavatns í framtíðinni.

Endilega bönnum drónaflug en höldum áfram að kúka í þjóðargersemina.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.