Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Hvers vegna þessi vandræði með nýju stjórnarskrána?

Í umræðum ráðandi stjórnmálaflokka hefur verið til áratuga áberandi krafa um að jafna eigi mismun milli landshluta og leggja áherslu á að verja landsbyggðina. Fólk flytji suður og gegn því verði að vinna. Það verði best gert með því að tryggja stöðu landsbyggðarinnar í gegnum kosningakerfið.  Það verði gert með því að tryggja aðkomu landsbyggðarinnar að stjórn landsins.

Þessu er haldið að okkur fram þrátt fyrir að atvinnuleysið hefur ávallt verið mest á SV-horninu. Umfangsmestu félagslegu vandræðin eru á SV-horninu. Þetta er staðan þrátt fyrir að landsbyggðin hafi meira atkvæðavægi miðað við SV-hornið.  Það er eitthvað annað sem ræður því að ráðandi stjórnmálaflokkar berjast gegn breytingum á stjórnarskránni

Kosningakerfi sem ráðandi stjórnmálaflokkar hafa hannað snýst nefnilega um að tryggja óbreytta stöðu. Núverandi kosningakerfi tryggir að liðlega helmingur þingmanna situr alltaf í öruggum sætum og þeir þurfa ekki að óttast næstu kosningar.  Þrátt fyrir að flokksræðið segist berjast fyrir betri stöðu landsbyggðarinna, raðar það inn flokksgæðingum frá SV-horninu í landbyggðarþingsætin.

Þarna er að finna eina af helstu ástæðunum fyrir því að Alþingi vandræðist með stjórnarskrármálið þvert á vilja fólksins í landinu. Málum snýst um að verja óbreytt ástand í kosningakerfinu. Það er einfaldlega engin vilji á flokkskrifstofunum að breyta núverandi ástandi.

Skoðið hvernig er tekið á þessum málaflokk í nýju Stjórnarskránni. Það var gert í mikilli samvinnu við fólkið í landi, í öllum kjördæmum án afskipta þingmanna.     

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni