Vigdís sett undir siðareglur

Siðareglur fyrir þingmenn eru nú tilbúnar á borði forsætisnefndar alþingis. Verður nú flýtt þeirri kynningu sem þingmenn fá um reglurnar.
Málið á sér nokkurn aðdraganda. Þegar þingsköpum var breytt fyrir fjórum árum var forsætisnefnd falið að undirbúa og leggja fram þingsályktunartillögu um siðareglur fyrir þingmenn en ekkki náðist samstaða um þær á síðasta kjörtímabili.
Í fyrra sendu þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Birgitta Jónsdóttir forseta Alþingis bréf þar sem þær hvöttu til þess að vinnu við gerð siðaregla þingmanna yrði hraðað. Ástæðan voru ummæli Vigdísar Hauksdóttur sem hvatti fyrirtæki til þess að auglýsa ekki á vef Kvennablaðsins vegna umfjöllunar um þingmanninn.
Heyrst hefur á göngum alþingis að hún ætli sér ekki að fara eftir "einhverjum helvítis siðareglum".
Athugasemdir