Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Stjórnarskrá: Menn íhuguðu þjóðfund

Stjórnarskrá: Menn íhuguðu þjóðfund

Rafræna tæknin gerir það að verkum að ýmis gögn sem legið hafa í skjalabunkum. Ómerkt gagn merkt trúnaðarmál, er í bréfasafni Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins sýnir að menn veltu fyrir sér stjórnskipan landsins og lögðu jafnvel til skipan þjóðfundar sem semdi þjóðinni nýja stjórnarskrá. Gögnin sýna að lýðveldisstjórnarskráin var bráðabirgðaplagg sem ætlunin var að breyta. Af gögnum má sjá að hlutverk forsetans er talið þýðingamikið og lagt til að efla embættið frekar en að draga úr.

Nákvæm útlistun á því hvernig ætti að kjósa til stjórnlagaþings er í gögnumum og bera þau með sér að þau virðast nær fullbúin. Mín tilgáta er að  Bjarni Benediktsson hafi fengið lögspekinga til að semja þessi drög. Ekki kæmi mér á óvart að Gunnar Thoroddsen hafi komið þar nálægt.

En það þarf meira grúsk til að sjá heildarmynd þessara gagna.

Meira síðar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni