Rétt greining Moggans

Það er margt til í ósættisgreiningu ritstjóra Morgunblaðsins. Samfylking auk Bjartar framtíðar eru að fást við viðverandi fylgisfall. Samfylking sem stofnuð var um síðustu aldamót úr flokkum sem höfðu 30% kjörfylgi. Vinstri græn heggur reyndar í það fylgi og er á svipuðu slóðum og áður. Á hugsanlega kost á meira fylgi ef SF braggast ekki. Leitar nú forysta SF logandi ljósi að nýjum framkvæmdastjóra bendir til þess að margir sýna því ekki áhuga að taka við því starfi. Formannsvandinn er svo önnur brekka og óljóst hvernig tekið verði á því. Hugsanlega ríkir afneitun gagnvart þeim vanda. Vandi BF er klassískur. Nýr flokkur sem byggði á arfi Besta flokksins og persónufylgi Guðmundar Steingrímssonar. Guðmundur hefur leitt flokkinn inn að miðjunni og gert flokkinn að hefðbundnari stjórnmálaflokki. Það gæti orðið hans banabiti. Píratar búa við lúxusvandamál. Miklu frekar má líkja harki innan þeirra við vaxtaverki.
Af þessu sést að ég er ansi nærri greiningu ritstjóra Morgunblaðsins sem eru tíðindi.
Athugasemdir