Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Prófkjörsraunir kjarnræðisflokkanna

Prófkjörsraunir kjarnræðisflokkanna

Í þessari fyrirsögn geri ég ráð fyrir því að öllum sé orðið ljóst að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin hafa breyst úr fjöldaflokkum í kjarnræðisflokka. Tilgáta Svans Kristjánssonar um innri fúa flokkanna staðfestir það.
Lífssýn og stjórnmálaskoðanir hafa breyst í hagsmunabaráttu og hagsmunatengsl. Prófkjör hafa farið misvel í flokkanna, mun verr í Samfylkinguna en Sjálfstæðisflokk.

Það má einmitt skoða fylgistölur flokkanna og baráttu manna í prófkjöri. Eftir því sem baráttan er blóðugri þá gengur flokksstarfið verr og jafnvel verða vinarof eftir  prófkjörsbardagann. Svanur bendir á ágætt dæmi s.s. í bók Össurar, -Ár Drekans.-

Hinn hluti fjórflokksins hefur síður borið skaða af prófkjörum enda notast við aðrar valreglur. Framsóknarleiðin er t.d. friðsamlegri þar sem kosið er með skiptireglu atkvæða, (first transferable vote).

Píratar eru svo sem ekki sloppnir fyrir horn ef þeir halda fylgi sínu. Þá munu margir reyna að komast að og spurningin hvort þeir nái því án átaka. Aðferðafræðin er ágæt í dag og hentar smærri hópum.

Lausnin á þessu meini er auðvitað að vera með persónukosningar og þá raðast framboðslistinn af kjósendum þess lista.

Vandi prófkjara er nefnilega sá að um 60% þátttakendur eru ekki eða hafa ekki verið virkir flokksmenn. Á sumum stöðum hefur hlutfallið farið í 80% þannig það má segja að andstæðingarnir velja á framboðslistann.

Það verður því fróðlegt að fylgjast með því hvaða reglur verða notaðar næst.

"Næst" er aðeins eftir eitt ár.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni