Pólitíkus yfirgefur sviðið

Björk Vilhelmsdóttir hefur ákveðið að yfirgefa pólitíska sviðið. Það er óvananlegur atburður þegar slíkt gerist án kosninga. Yfirleitt er um veikindi að ræða en hvað segir Björk?:
-Hún er búin að fá nóg af stjórnmálum og stefnir á ný mið.-
„Mér finnst minn tími vera kominn. Ég finn að ég er búin að segja það í borgarstjórn sem mig langar að segja og berjast fyrir því sem ég vildi berjast fyrir.“ (Fréttabl)
Margar spurningar vakna. Af hverju gerði hún það ekki í vor svo betur hefði mátt undirbúa brottför hennar? Hún er ekki í neinu smá embætti sem formaður velferðarnefndar borgarinnar. Kom upp eitthvert missætti milli manna í Samfylkingunni? Eða í samstarfi flokkana?
Hvað má lesa út úr þessum orðum?:
"Kannski eigum við að fara að krefjast árangurs. Ég hef talað fyrir því að félagsráðgjafar og það kemur inn á rekstrahallann, að við erum með alltof mikið af vinnufæru fólki á fjárhagsaðstoð."
Björk hefur unnið þrekvirki alla þessa öld í málefnum þeirra sem minna mega sín. Brotför hennar er mikil blóðtaka fyrir Samfylkinguna bæði á borgar- og landsvísu.
Andstæðingar meirihlutans í Reykjavík og Samfylkinguna munu túlka brottför Bjarkar á sinn hátt.
Er kannski brostinn á flótti úr Samfylkingunni?
Athugasemdir