Orðlaus Illugi

Illugi Gunnarsson, annars prúður og stilltur menntamálaráðherra svarar ekki fjölmiðlum. Vonandi ekki vegna þess að hann er ekki læs.
Skoðum nokkur dæmi:
Húsnæðismál Illuga (RÚV 26.04.2015)
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, upplýsti í samtali við fréttastofu RÚV að hann hafi selt íbúðina sína til eignarhaldsfélags í eigu stjórnarformanns Orku Energy. Ráðherrann seldi sjálfum sér íbúðina, það er eignarhaldsfélagi í sinni eigu, og seldi svo eignarhaldsfélagið í lok síðasta árs. Eftir viðtalið upplýsti Stundin að fjölmiðillinn hefði reynt að fá svör frá Illuga um viðskipti hans með félagið án þess að fá skýr svör en Illugi fór svo og ræddi málið við RÚV.
12. maí 2015, .
Ingi Freyr Vilhjálmsson:
-Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ekki svarað einni spurningu sem Stundin hefur sent honum í gegnum aðstoðarkonu hans, Sigríði Hallgrímsdóttur, síðastliðnar tæpu þrjár vikurnar. Síðasta svar frá aðstoðarrkonu Illuga sem hún sendi til Stundarinnar var laugardaginn 25. apríl, fyrir bráðum þremur vikum síðan. Stundin hefur margvíslegar spurningar um tengsl Illuga Gunnarssonar og Orku Energy sem blaðið hefur ekki fengið nein svör við. Þá hefur Illugi heldur ekki svarað fyrirspurnum Vísis um tengsl sín og Orku Energy.
Með lagabreytingum árið 2013 var sett skýrt ákvæði gegn mútubrotum þingmanna inn í almenn hegningarlög. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur komist upp með í nokkra mánuði að hundsa spurningar fjölmiðla um fjárhagslega tengsl hans og Orku Energy. Hver á að gæta þessa að Illugi svari spurningum um málið og fylgjast með framkvæmd hins nýja lagaákvæðis? -
Ja, hérna hér. Veit menntamálaráðherra ekki að það þýðir lítt að þegja af sér svona mál?
Það verður að beina fyrirspurnum til hans í gegnum Alþingi sem er það vald sem á að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu.
Athugasemdir