Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.
Ólöf bankar á miðnætti

Brottvísun albönsku fjölskyldunnar er mun alvarlegra mál en Gervasoni-málið hér um árið. Þá riðaði heil ríkisstjórn til falls.
Innanríkisráðherra ber ábyrgð á málinu. Ber ábyrgð á því að tveimur vikum fyrir jól er bankað uppá hjá börnum á miðnætti og þau látin pakka sínum fáu eignum.
Þetta minnir óhugnulega á stjórnarathafnir fasistaríkis á fjórða tug síðustu aldar.
Vonandi heldur innanríkisráðherra sem jafnframt er kirkjumálaráðherra með góðri samvisku friðsöm jól.
En minnislisti kjósenda lengist.
Í gær var það aðförin að öldruðum og öryrkjum.
Í dag, börnin.
Athugasemdir