Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.
Mogginn lækkar lákúrumörkin

Ekki er ég áskrifandi Morgunblaðsins en mér berast stundum greinar og fréttatengt efni.
Því miður er þetta fyrrverandi ágætis málgagn orðið gjallarhorn útgerðarhagsmuna og auk þess er fréttaþögn þess stundum ærandi.
Nú hafa lákúrumörkin náð nýjum lægðum.
"Helferðartúrismi ákallar hin blæðandi hjörtu", stendur undir mynd af sökkvandi manngerðu skipi í blóðhaf.
Það er reyndar erfitt að átta sig á boðskap teikningarinnar en varla fer það ekki framhjá neinum að reynt er að skopast af FB síðu sem hvetur félagsmálaráðherra að taka á móti fleirum flóttamönnum frá Sýrlandi.
Nú á ritstjórinn að sýna sínu bestu hlið sem hann vissulega á og segja;
Svona teiknar maður ekki!
Athugasemdir