Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.
Lestur í ólestri

Furðustaða er komin upp við upphaf svonefnds Þjóðarsáttar í lestri. Mun betra hefði verið að nefna þetta þjóðarátak, þjóðarsátt fjallar um allt annað eins og fólk veit sem er læst.
Sem sagt við upphafið bombanderar ráðherra menntamála, með stuðningi nýrri stofnun, Menntamálastofnun, um aðferðafræði kennsluþróunarstofnun Háskólans á Akureyri. Það vanti " raunprófanir á aðferðina" og aðferðin komi illa út í samanburði. Því til stuðnings er birt línurit. Þeir sem eru læsir á línurit sjá að það er ansi bjagað hvað varðar kvörðun, og borið saman epli og appelsínur.
Sem framhald af "Þjóðarsáttinni" boðar Arnór Guðmundsson enn þyngri gagnrýni á byrjendalæsi svona til að bæta stemmninguna.
Átakið súrnar.
Athugasemdir