Kusk á hvítflibbann

Davíð Oddson skrifaði eitt sinn sjónvarpsleikrit um Alfreð Þorsteinsson og kallaði -Kusk á hvítflibbann.-
Nú hefur komið kusk á hvítflibba formanns Sjálfstæðisflokksins þar sem það hefur verið grafið upp að hann hafi ásamt eiginkonu [af léttúð] skráð sig á einkamálavef.
Fyrir mér eru það engar fréttir að maðurinn skrái sig á slíkan vef. Vigdís Hauksdóttir skráði sig á Tinder og gott ef ekki á Einkamál.is.
Ég held að um 80 þúsund einstaklingar á Íslandi hafi í eitt eða annað sinn skráð sig á slíkar síður.
Fréttin verður til þegar reynt er að hylja eða rangfæra skráningar eins og blaðamenn Stundarinnar staðhæfa.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra er opinber persóna.
Og opinberar persónur þurfa að þola ýmislegt sem við lýðurinn komumst upp með.
Það þurfti Kjartan Gunnarsson að þola, þó fór hann með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu, þar var málinu vísað frá. Hæstiréttur sagði;
-Taldi [Hæstiréttur] að ekki yrði lagt á stefnda að færa fram sönnun fyrir þessum ummælum, þar sem það það gæti talist óhæfilegum erfiðleikum bundið fyrir hann. Þegar litið væri til áberandi stöðu hans innan Sjálfstæðisflokksins og þess að hann hefði einnig setið í bankaráði Landsbankans og verið formaður útvarpsréttarnefndar, tilnefndur af Sjálfstæðisflokknum og kosinn af Alþingi, og þeirrar kröfu að störf hans á þessum sviðum væru óháð starfi hans sem framkvæmdastjóra flokksins, yrði hann að una því að um þessi tengsl væri fjallað á opinberum vettvangi.
Bæri að fara varlega í öllum tilraunum til að hefta slíka umræðu. -
Ég vil taka fram að ég tel mikinn mun á stöðu Tony Omos og Bjarna Benediktssonar.
Athugasemdir