Kosningabaráttan hafin?

Hugsanlega hefur forseti lýðveldisins ræst baráttuna fyrir forsetakosningarnar næsta vor. Kalt og yfirvegað mælti hann á þá vegu að hann skilur þjóð sína eftir skilningsvana.
Núverandi forseti hefur aldrei talað skýrt, hvorki sem stjórnmálamaður eða sem forseti.
Eða er hann enn í pólitík? Dútlar sér í skemmu Hrafnhettu að orðaleikjum.
Páll Magnússon segir að forsetinn er að leika sér að orðalagi. Spurningin er að fólk haldi að hann sé ekki að hætta en hætti svo. Það er svo egocentrísk að fá dæmi eru um. Nýir frambjóðendur þurfa meiri tíma til að undirbúa framboð en frá áramótum. Svo gæti hann talað tungum tveim þá! Enginn hefur velt því fyrir sér hvers vegna víða er takmörkun á embættissetu. Tveir kostir: ef hann ætlar áfram en lætur það ekki í ljós fyrr en við lok framboðsfrests er það líkt hlaupara sem þjófstartar. Ef hann er að hætta þá er þetta óvirðing við kjósendur.
Það má alveg lesa út úr orðum Birgittu Jónsdóttur að það þyrfti að skipta um forseta:
"Það er ljóst að Forseti Lýðveldisins hefur fært sig inn á háskalegar og gerræðislegar brautir gagnvart þingræðinu í dag og undir því get ég ekki setið án þess að andmæla af fullum krafti. Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar."
Sú stemmning gæti skapast að fram komi forsetaefni sem sé á öndverðum meiði við forsetann svo kosið verði í raun um stjórnkerfi landsins í næstu forsetakosningakosningum, forsetaþingræði eða parlamentískt ræði.
Það gæti orðið fróðleg átök.
Athugasemdir