JC : Hans tími er kominn

Jeremy Corbyn (sömu upphafsstafi og frelsarinn) fulltrúi 68 kynslóðarinnar er nýr formaður breska Verkamannaflokksins.
Það er ljóst að við svona ótvírætt kjör að Verkamannaflokkurinn hefur færst til vinstri. Corbyn var fyrst kjörinn á þing í upphafi Thacherstímans í byrjun níunda áratug siðustu aldar. Á sama tíma er Regantíminn í Bandaríkjunum. Þetta voru ekki góðir tímar fyrir Verkamannaflokkinn og náði hann ekki vopnum sínum fyrr en með komu Antony Blair og Blairisma við upphaf aldarinnar.
Aðstæður og samfélagsatburðir kalla fram ákveðna gerð leiðtoga. Á stríðstímum varð Winston Churshill leiðtogi í stað friðelskandi Chamberlain. Strax eftir stríð var svo stríðsleiðtoganum hafnað.
Sama gerðist hér á landi í febrúar 1980 þegar aðstæður kölluðu fram á sviðið aldursforseta alþingis í stól forsætisráðherra.
Þegar Ed Milleband var valinn leiðtogi Verkamannaflokksins í stað bróðurs hans David var Verkamannaflokkurinn greinilega að byrja för sína til vinstri.
Það á eftir að koma í ljós hvort þessi vending Verkamannaflokksins eigi eftir að koma flokknum í Downingstreet.
The Telegraph líkir þessu við dauða flokks.
En tími Corbyn er runnin upp.
Athugasemdir