Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Hvar eru siðareglurnar?

Hvar eru siðareglurnar?

Ef alþingi* væri fyrirtæki þætti framleiðslan eða afgreiðsla fyrir neðan allar hellur.

Ég gladdist í maí s.l. þegar birt var frétt með stóru letri að þingmenn hefðu komið sér saman um siðareglur.

En siðareglurnar sitja fastar í þeirri "hraðafgreiðandi og afkastamiklu" Stjórnskipunar-eftirlitsnefnd. Síðast sást til umfjöllum um siðareglur í fundargerð nefndarinnar 19. nóvember s.l. og óskiljanleg hversu mikinn tíma fari í reglur sem eru í reynd þýðing á evrópskum siðareglum.

Sérlega þetta ákvæði er þarft;

Hátternisskyldur.
7. gr.
    Þingmenn skulu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu og fylgja meginreglum um hátterni og aðhafast ekkert með athöfnum sínum sem kann að skaða orðspor, tiltrú og traust almennings á Alþingi.

Um 7. gr.
    Tilgangur ákvæðisins er að vernda orðspor Alþingis. Margs konar hátterni þingmanns getur fallið hér undir. Þingmaður getur til að mynda kastað rýrð á Alþingi með hátterni sem telst ósiðlegt eða ólögmætt eða er talið óviðeigandi af hálfu þingsins. Almennt má þó segja að um sé að ræða framkomu sem er í andstöðu við skyldur þjóðkjörinna fulltrúa sem starfa í almannaþágu. Hér undir getur til að mynda fallið ósæmileg framkoma eða endurtekin vanvirðing er lýtur að kynferði, kynþætti eða trúarbrögðum eða óviðeigandi notkun á aðstöðu eða búnaði þingsins í þágu annarra einstaklinga eða lögaðila.


Eftirlit með framkvæmd siðareglna.

15. gr.
    Forsætisnefnd Alþingis skipar þriggja manna nefnd til fimm ára í senn, siðareglunefnd, sem tekur til meðferðar erindi um meint brot á siðareglum þessum. Nefndin lætur í té álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni, sbr. 6. gr. Nefndin er forsætisnefnd jafnframt til ráðgjafar um öll málefni sem falla undir reglur þessar og aðstæður sem upp kunna að koma við framkvæmd þeirra.
-

 

Framkoma formanns fjárlaganefndar er neðan allar hellur og þarf ekki að skilgreina það nánar.

Getur ekki einhver sem á leið um Austurvöll slegið í málefnaklárinn svo eitthvað gangi á þeim vinnustað?

*Á enn erfitt að skrifa nafnið á stofnuninni með stórum staf.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni