Hundraðkallinn hans Simma

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þjóðrækinn maður og vill búa í kjördæmi sínu. Samkvæmt þjóðskrá er hann til heimilis á Hrafnabjörgum III á Egilsstöðum.
Eins og heimilisfangið segir til um þá er þetta þríbýli. En er þetta bara plat?
„Sigmundur Davíð hefur nú bara gist hér eina nótt þó hann skráður til heimilis hér,“ segir Jónas Guðmundsson bóndi á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði. Hann er eigandi hússins að Hrafnabjörgum III, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og fjölskylda hans eiga lögheimili.
En afhverju?
Alþingismaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis (höfuðborgarsvæðis) fær mánaðarlega greiddar [131.400 kr.] í húsnæðis- og dvalarkostnað. Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði (gistingu, fæði) á höfuðborgarsvæði eða í kjördæminu ef þingmaður á heimili á höfuðborgarsvæði. ( úr starfskjörum þingmanna).
Sem sagt forsætisráðherra fær hundrað þúsund krónur nettó, fyrir að skrá lögheimili sitt fyrir austan.
Er ekki kominn tími á að sannreyna þetta?
Finnst fólk þetta í lagi?
Athugasemdir