Heftur verkfallsréttur

Það er ljóst að stjórnvöld hafa fleiri tromp á hendi þegar þau deila við starfsfólk sitt. Eitthvað myndi hvína í tálknum ef atvinnurekendur gætu einhendis breytt samningsreglum og sett matsnefnd sem mætu launakjör eftir tilboði atvinnurekenda.
Fjármálaráðherra hrósar tvöföldu happi í dag.
Þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingar kolfelldu samning við ríkið fá þeir yfir sig lélegri kjaradóm.
Héraðsdómur dæmdi ríkinu í vil hvað verða verkfallsréttinn. Byggir á hæstaréttardómi frá 2002.:
"Í lögum nr. 31/2015 var gerðardómi falið endanlegt ákvörðunarvald um ýmis mikilvæg kjaraatriði sem deilur aðila höfðu staðið um. Stefnandi telur að framsetning laganna sé ómálefnaleg. Gerðardómurinn sé ekki í reynd gerðardómur heldur stjórnsýslunefnd. Þá hafi lagasetningin verið of yfirgripsmikil og inngrip í samningsfrelsi aðildarfélaga mun víðtækara en unnt sé að réttlæta. Ekki verði séð að nauðsyn hafi borið að hafa samningshöft óákveðin. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 167/2002 var dæmt um lagaákvæði sem fól gerðardómi endanlegt ákvörðunarvald um mikilvæg kjaraatriði. Var það niðurstaða dómsins að ekki væru komin fram nægjanlega veigamikil rök til að líta svo á að löggjafinn hafi með lagasetningunni gengið lengra í þá átt að skerða frelsi deiluaðila til að ná kjarasamningum en nauðsynlegt var til að ná fram yfirlýstum markmiðum sínum til að tryggja almannaheill. Ákvæði það sem deilt er um í því máli sem hér er til meðferðar er efnislega sambærilegt ákvæðinu í máli nr. 167/2002. Er helsta frávikið, sem til álita kemur, að við ákvörðun launa félagsmanna skuli, eftir atvikum, hafa hliðsjón af kjarasamningum sem undirritaðir hafi verið frá 1. maí 2015. Telur stefnandi að með þessu sé verið að girða fyrir að unnt sé að líta til kjarasamninga sambærilegra stétta, svo sem lækna, sem fengu mikla launahækkun í síðustu samningum. Til þess er að líta að ákvæði þetta er ekki bindandi fyrir gerðardóminn, enda segir í ákvæðinu að hafa skuli eftir atvikum hliðsjón af kjarasamningum eftir þetta tímamark. Einnig skuli hafa hliðsjón af almennri þróun kjaramála á Íslandi. Með hliðsjón af þessu og því að dómstólar hafa áður talið efnislega sambærilegt gerðardómsákvæði ekki ganga lengra en nauðsynlegt var í þá átt að skerða frelsi deiluaðila til að ná kjarasamningum, verður ekki við þessu mati hróflað."
-
Það er því spurning hvert gildi verkfallsrétturinn er.
Ég yrði ekki hissa ef þetta endaði í Strassbourg.
Athugasemdir