Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Froðufelling Brynjars

Froðufelling Brynjars

Brynjar Níelsson, alþingismaður er hvass penni. Stundum svo djúpur að það þarf að greina skrifin.

Hér skal reynt:

 

Froðufellandi af reiði

 

"Fólkið sem hafði mikla þörf á að tjá ást sína á Charlie Hebdo er froðufellandi af reiði vegna skopmyndar í Mogganum í gær."

Fyrsta orðræðugreining:

Þeir sem hneyksluðust á skopmynd Moggans eru þeir sömu og studdu tjáningarfrelsi. Mikið rétt! En eitt er að styðja tjáningarfrelsi og annað að ofbjóða siðferðiskennd fólks með jafn sterkum hætti. Ég fórna lífinu svo Brynjar geti haft skoðun, þó ég sé honum ósammála. Getur verið að Brynjar et.al. sjái ekki muninn á þessu? 

"Þetta er mikið til sama fólkið og er upptekið af friðhelgi einkalífsins og persónuvernd nema þegar kemur að fjármálum og tekjum annarra. Telur sig jafnvel styðja frelsi í atvinnu og viðskiptum ef undanskilið er áfengi og allt kynlífstengt."

Önnur orðræðugreining:

Sama fólkið sem vill friðhelgi fyrir sig en vill gagnsæi hvað varðar laun og skattamál. Viðbótin að tengja þennan hóp við kynlíf og áfengi er illskiljanlegt. Á hann við friðhelgi á framhjáhaldssíðum?

"Ég held að þetta fólk hafi litla ást á tjáningarfrelsi og öðrum borgarlegum réttindum nema þegar það hentar þeim sjálfum. Er þetta ekki sjálfselska frekar en ást á Charlie Hebdo?"

Þriðja orðræðugreining:

Meir og minna eru þetta sjálfelskir einstaklingar með enga hugsjón. 

Hingað til hef ég haldið að sjálfelskan og eigingirni teldist af öðrum toga.

Löggild eign hægri manna, sem Brynjars Níelssonar. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni