Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Forsetinn á förum

Forsetinn á förum

Þegar rýnt er í setningaræðu forsetans og heildar uppsetningu er ljóst að forsetnn er á förum:

-Þegar ég  nú  samkvæmt  umboðinu,  sem  þjóðin  fól  mér,  set  Alþingi  í síðasta  sinn,  flyt  ég  þinginu  í  senn  djúpa  virðingu  mína og  einlægar þakkir,  minnist  þeirra  fjölmörgu  sem  verið  hafa  samstarfsmenn,  einkum þeirra  sem  miðluðu  mér af reynslu  sinni,  í  raun  allra  sem  voru  samferða á þingfundum  og  í  nefndastarfi. Alþingi  hefur  tengst  störfum  mínum  stóran  hluta ævinnar,  mótað ríkulega ábyrgð  mína  og  skyldur gagnvart  íslenskri  þjóð,  fært  mér lærdóma til  gagns  og  gæfu  við  að  sinna störfum  forseta.-

Aku þess varaði hann við því að blanda saman kosningum um stjórnarskrá og kjöri forseta:

-Við  erum  ekki  svo  fátækir Íslendingar að ekki  sé hægt  að  veita þjóðinni  með  aðgreindum  kosningum  sjálfstæðan  rétt  til  að  ákveða nýskipun  stjórnarskrár  og  kjósa  sérstaklega  forseta  lýðveldisins,  hver fái vald  hans  og  ábyrgð  í  hendur. -

Framundan er því alvöru kosningabarátta frambjóðenda sem vilja á Bessastaði.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni