Forsetaframboð: Sjálfsögð kurteisi

Alþingi kemur saman á morgun og samkvæmt venju flytur forseti Íslands ávarp við þingsetningu.
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti tilkynnti alþingi ákvörðun sína við þingbyrjun í október 1995:
3. október 1995 |
Nýr forseti Íslands verður kjörinn 29. júní á næsta ári
FORSETI Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, tilkynnti í gær að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs er núverandi kjörtímabili hennar lýkur næsta sumar. Forsetakosningar verða því lögum samkvæmt haldnar 29. júní á næsta ári og rennur framboðsfrestur út fimm vikum fyrr, eða 25. maí. Nýr forseti tekur við embætti 1. ágúst.
Forseti Íslands tilkynnti ákvörðun sína er hún setti 120. löggjafarþing Alþingis í gær. Lét forseti þess getið að þetta væri í síðasta sinn, sem hún setti Alþingi á þessu kjörtímabili, og teldi hún við hæfi að nota tækifærið og greina þingi og þjóð frá þeirri ákvörðun sinni að gefa ekki kost á sér áfram í embætti forseta.
Þetta var sjálfsögð kurteisi gagnvart þjóð og þeim sem huga að framboði.
Nú verður hlustað eftir því hvort núverandi forseti sýni þjóð almenna kurteisi og tilkynni áform sín.
Flestir eru þeirrar skoðunnar að hans tími sé liðinn.
Athugasemdir