Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Eru þingmenn lélegir?

Eru þingmenn lélegir?

Fyrrum útvarpsstjóri Páll Magnússon er ekki í vafa að þingmenn séu lélegir. Í knattspyrnu myndi lélegur árangur leikmanna leiða til þess að þjálfarinn fyki.

Ég er ekki jafn viss og Páll um gæði þingmanna og þingstarfa. Samt er mér sagt af kennaralærðum þingmönnum að slíkt skipulagsleysi yrði ekki þolað í skólum landsins. Sjálfur hef ég fylgst með þingstörfum og störfum þingnefnda og yfirleitt séð að þingmenn vinna að heilindum og atorku.

Gallinn liggur ekki í þingmennskunni sérlega, þó þingmenn séu mismunandi og sumir jafnvel kjánar. 

Veikleikinn liggur í stjórnkerfinu það er að segja stjórnarskránni. Æ oftar kemur í ljós að ef tillögur stjórnlagaráðs hefðu orðið að lögum hefði mátt forðast mörg stjórnsýsluvandræði. Jafnvel einnig á sviði dómstóla. 

Skýrari skil væru á milli framkvæmda-og löggjafarvalds og valdsvið forseta afmarkað og augljóst.

En við höfum einfaldlega ekki borið gæfu til að breyta þessu og ekki sýnilegt að það breytist á þessu kjörtímabili.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni