Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Þegar stjórnvald hefur skoðun

Þegar stjórnvald hefur skoðun

-Ég vil að það verði reist háhýsi við Arnarhól og allir á Fiskistofu verði settir í þrælahald. Þá vil ég að ferjuhöfn verði flutt á Egilsstaði.-

Nei, þetta er ekki eftir neinum haft, bara bull úr mér sem enginn tekur mark á.

En annað á við um valdhafa eða stjórnvald. Orð þeirra hafa merkingu og fréttagildi.

Það skiptir sem sagt máli hver segir. Oftar en Hekla gýs, vellur upp úr formanni fjárlaganefndar þvílík bullforða að mörgum misbýður. Kann að vera að smátt og smátt missi frussið gildi og menn hætta að vera hissa.

Mér er ekki sama.

Þegar forsætisráðherra hótar á að taka það  alvarlega;

-"-Sigmundur Davíð vill inngrip í skipulag borgarinnar til að forða henni frá ógn-
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að þar til gerð stofnun þurfi að grípa inn í skipulag miðborgar Reykjavíkur til að forða henni frá mestu ógn síðustu hálfrar aldar á fagurfræðilegum og menningarlegum forsendum."- (stundin.is)

Hér er beinlínis hótað því (ekki í fyrsta sinn) að skipulagsvald verði tekið af höfuðborginni.

Man nokkur eftir þessum setningum:

-" 78. gr. [Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.1"-

Jú,mikið rétt, þetta er tekið úr stjórnarskránni núverandi sem illa gengur að bæta og breyta.

Hitt er að maðurinn kemur með aldeilis skynsamlegar hugrenningar.

Það er allt annað mál.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni