Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Banabiti Guðmundar Steingrímssonar?

Banabiti Guðmundar Steingrímssonar?

Guðmundur Steingrímsson, fráfarandi formaður Bjartar framtíðar var í viðtali við netmiðilinn Eyjan.is:

27.júlí 2015, Eyjan.
 

-Guðmundur segir það ekki koma til greina að sameina Bjarta framtíð Samfylkingunni. Enginn tali fyrir slíku innan hans flokks en flokkurinn sé opinn fyrir kosningabandalagi og geti starfað með hverjum sem er. Guðmundur lítur ekki á sinn flokk sem eðlislægan andstæðing Sjálfstæðisflokksins.-

Eflaust hefur þetta farið þvert í kjósendur og samherja Guðmundar. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn á sveitarstjórnarstigi litar BF bláum litum.

En það virðist formannaslagur framundan. Annar frambjóðandinn kemur af sveitarstjórnarstiginu og á sér bláa fortíð, hinn samnefnari Besta flokksins.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni