Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.
"Aumingjauppeldi"

Orð dagsins er "aumingjauppeldi" og í senn nýyrði. Ef ummælin eru skoðuð nánar fjallar málið um heimasetu margra 16 ára skólabarna í fannfergi dagsins.
Fyrir 30 árum hefði það talið aumingjaskapur að komast ekki í skóla vegna fannfergis rúmlega fermdur.
En nú er hreinlega öldin önnur eða eins og Þórarinn Eldjárn orkti;
Þá var öldin er Sveinbjörn stökk á stöng,
þá var ei til Bessastaða leiðin löng.
En deilendur dagsins hafa í raun báðir rétt fyrir sér.
Síðasta áratug hafa ekki skollið á snjóavetrar og margir ansi óöryggir í vetrarfærðinni.
Hitt er líka sannindi að svona veður er gott til göngu.
Því hvet ég alla unglinga sem sátu eða lágu af sér skólastund í dag að fara út að ganga þegar lægir með kvöldinu.
Já, og takið foreldrana með!
Athugasemdir