Annað hvort eða - kenningin

Brauðmolakenningin er þekkt kenning nýfrjálshyggjunnar þar sem gengið er út frá því að með því að efla auð þeirra ríku muni hinir fátæku njóta mola af gnægtarborði þeirra. Allar tilraunir til að jafna kjör og auð muni einungis draga úr velsældinni.
Önnur kenning tengd brauðmolakenningunni er annað hvort eða kenningin, eða valkenningin.
Þá er staðhæft að ef sett er af almannafé í ákveðið verkefni þurfi að draga saman í öðru ákveðnu verkefni.
Þekkt dæmi er þegar bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum taldi að það þyrfti að taka af styrk til Sinfóníuhljómsveitarinnar svo hægt væri að efla rekstur heilbrigðisstofnun Vestmannaeyjar.
Og nú hefur ágætismaðurinn Kári Stefánsson komið með skýran kost:
Annað hvort verður að loka Hörpu eða Landspítala.
Glöggir lesendur vita að hljómurinn er falskur.
Í alvöru landi er hægt að reka menningu og sjúkrahús.
Það er gert með því að skattleggja auðmenn.
Ef til væri skattborgari sem hefði t.d. 23 miljónir í tekjur á mánuði myndi bæta við 1 % þá færi það langt í að bæta við einum starfsmanni á sjúkrahúsi.
Við brauðmolaþiggjendur höfnum valkenningunni.
Hún er vond kenning.
Athugasemdir