Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Alvarleg staða á alþingi

Alvarleg staða á alþingi

Mér er eiginlega brugðið. Staðan á alþingi er alvarleg hvað varðar vinnu- og samstarfsanda. 

Við innlit um glugga alþingis fjúka hnútur og persónulegur skætingur. 

Skoðum þetta;

-Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
Með myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnulífs með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags. 
Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins. -

Hefur þetta tekist?

Það er ekki bara árlegt skammdegi.

Það er skammdegi í íslenskum stjórnmálum.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni