Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.
Á Hanna Birna sjens?

Nú tæplega tveimur mánuðum fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins er ljóst að tekist verður á um varaformannsembætti flokksins. Það mun ekki þykja góðar tvíbökur að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði sjálfkjörinn. Landsfundur flokksins hefur það yfirbragð að þar getur hvesst sérlega ef grasrót flokksins er óánægð. Í viðtölum við flokksmenn kemur fram að það væri dauðadómur ef klappa þurfti fyrir formannsparinu Bjarna og Hönnu Birnu í lok landsfundar.
Margir flokksmenn sérlega meðal sjálfstæðiskvenna þrýsta nú á Ólöfu Nordal að taka slaginn. Innan flokks hefur formaðurinn Bjarni sagt að hann geti unnið með þeim báðum, það sé landsfundar að ráða.
Það gefur Ólöfu byr.
Athugasemdir