Óttastjórnunin var verst
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

Ótta­stjórn­un­in var verst

Gígja Skúla­dótt­ir seg­ist hafa átt­að sig á því fyrsta dag­inn í Varp­holti að þar væri of­ríki for­stöðu­manns­ins al­gjört og hún gjör­sam­lega valda­laus. Hún var ein þeirra sem lét Um­boðs­mann barna vita af ástand­inu á heim­il­inu ár­ið 2001. Hún seg­ir sárt að hugsa til þess að mál­ið hafi ekki ver­ið rann­sak­að of­an í kjöl­inn á þeim tíma og vill að það verði stofn­uð rann­sókn­ar­nefnd sem fer yf­ir ung­linga­heim­ili sem voru starf­rækt eft­ir ár­ið 1996.
Unglingsárin voru tekin af mér
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

Unglings­ár­in voru tek­in af mér

Ung kona sem var á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi í tvö ár seg­ist vilja að tíma­bil­ið þeg­ar Ingj­ald­ur Arn­þórs­son stýrði heim­il­un­um verði rann­sak­að. Hún seg­ist vilja fá við­ur­kenn­ingu á því að hún hafi ver­ið beitt kerf­is­bundnu of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu þeg­ar hún var barn. Unglings­ár­in hafi ver­ið tek­in af henni.
Ingjaldur hafnar öllum ásökunum og kennir bróður sínum um
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

Ingj­ald­ur hafn­ar öll­um ásök­un­um og kenn­ir bróð­ur sín­um um

Ingj­ald­ur Arn­þórs­son, fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Varp­holts og Lauga­lands, seg­ist orð­laus yf­ir lýs­ing­um hóps kvenna á of­beldi sem hann eigi að hafa beitt þær. Hann seg­ist aldrei hafa beitt of­beldi eða of­ríki í störf­um sín­um. Aug­ljóst sé að ein­hver sem sé veru­lega illa við sig standi að baki lýs­ing­un­um.
„Upphafið að versta tímabili lífs míns“
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Upp­haf­ið að versta tíma­bili lífs míns“

„Ég er bú­in að vera að reyna að safna kjarki í mörg ár til að stíga fram og segja frá því sem ég upp­lifði á með­ferð­ar­heim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi þeg­ar ég var ung­ling­ur. Ég vissi alltaf að ég þyrfti að segja frá því sem gerð­ist,“ seg­ir Kol­brún Þor­steins­dótt­ir, sem var fyrst vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti, sem ár­ið 2000 var flutt í Lauga­land í Eyja­firði. Ingj­ald­ur Arn­þórs­son stýrði báð­um heim­il­un­um.
„Kerfið brást dóttur minni og fjölskyldunni allri“
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Kerf­ið brást dótt­ur minni og fjöl­skyld­unni allri“

Dagný Rut Magnús­dótt­ir seg­ir að orð geti ekki lýst því hvernig sér hafi lið­ið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi. Þetta hafi ver­ið hræði­leg­ur tími. Hún var þar um nokk­urra mán­aða skeið þeg­ar hún var fimmtán ára. Pabbi henn­ar, Magnús Við­ar Kristjáns­son, ótt­ast að hún jafni sig aldrei að fullu eft­ir reynsl­una sem hún hafi orð­ið fyr­ir á með­ferð­ar­heim­il­inu. Hann seg­ir að kerf­ið hafi ekki að­eins brugð­ist Dag­nýju held­ur allri fjöl­skyld­unni.
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
ViðtalFangar og ADHD

Ómeð­höndl­að ADHD get­ur boð­ið hætt­unni heim

Tal­ið er að sjö til átta pró­sent fólks sé með tauga­þroskarösk­un­ina ADHD. Nauð­syn­legt er að greina ADHD á fyrstu ár­um grunn­skóla og bjóða upp á við­eig­andi með­ferð, því ómeð­höndl­að get­ur það haft nei­kvæð áhrif á ein­stak­ling­inn og fólk­ið í kring­um hann. Ef barn með ADHD fær ekki að­stoð aukast lík­ur á að fram komi fylgirask­an­ir, sem geta orð­ið mun al­var­legri en ADHD-ein­kenn­in.
Veturinn kom þennan dag
ViðtalDauðans óvissa eykst

Vet­ur­inn kom þenn­an dag

Á hálfu ári missti Guð­laug Guð­munda Ingi­björg Berg­sveins­dótt­ir móð­ur sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlað­ast upp í lífi henn­ar en þrátt fyr­ir það sagði lækn­ir henni, þeg­ar hún loks leit­aði að­stoð­ar, að hún væri ekki að kljást við þung­lyndi því hún hefði svo margt fyr­ir stafni. Nú þeg­ar þrjú ár eru lið­in síð­an áföll­in riðu yf­ir er hún enn með höf­uð­ið fast í hand­bremsu, eins og hún lýs­ir því sjálf.
Föngum nú boðið upp á geðheilbrigðisþjónustu
ViðtalFangar og ADHD

Föng­um nú boð­ið upp á geð­heil­brigð­is­þjón­ustu

Geð­heilsu­teymi fang­elsa er ný­legt teymi á veg­um Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem býð­ur föng­um upp á með­ferð við geð­heil­brigð­is­vanda svo sem ADHD. Með­ferð­in er fjöl­þætt og er boð­ið upp á sam­tals­með­ferð­ir og lyf ef þarf. „ADHD-lyf­in draga nátt­úr­lega úr hvat­vís­inni sem mað­ur von­ar að verði til þess að við­kom­andi brjóti ekki af sér aft­ur eða fari að nota vímu­efni aft­ur,“ seg­ir Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir geð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur.
Fann frið í fangelsinu
ViðtalFangar og ADHD

Fann frið í fang­els­inu

Á sín­um yngri ár­um var Völ­und­ur Þor­björns­son óstýri­lát­ur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörf­in fyr­ir at­hygli ágerð­ist eft­ir móð­ur­missi, spenn­an stig­magn­að­ist og ákær­ur hrönn­uð­ust inn. Í fang­elsi fann hann loks frið og upp­lifði dvöl­ina ekki sem frels­is­svipt­ingu held­ur end­ur­ræs­ingu. Í kjöl­far­ið upp­lifði hann am­er­íska draum­inn í Kan­ada og styð­ur nú við son í kyn­leið­rétt­ing­ar­ferli.
„Við syrgjum af því að við elskum“
ViðtalDauðans óvissa eykst

„Við syrgj­um af því að við elsk­um“

Ótíma­bær dauðs­föll geta reynst að­stand­end­um erf­ið og ýft upp til­finn­ing­ar á borð við reiði, að sögn sál­fræð­ings sem sér­hæf­ir sig í að­stoð við syrgj­end­ur. Hún legg­ur áherslu á mik­il­vægi sam­skipta og var­ar við „ráða­góða ró­bótn­um“. Ótti við dauð­ann er stund­um fylgi­fisk­ur kvíðarösk­un­ar og Covid-19 far­ald­ur­inn get­ur gert hana erf­ið­ari.

Mest lesið undanfarið ár