Fréttamál

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Greinar

Þrýsti á fjölmiðlaeiganda vegna umfjöllunar um Vafningsmálið en segist aldrei hafa reynt að stöðva fréttaflutning
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar

Þrýsti á fjöl­miðla­eig­anda vegna um­fjöll­un­ar um Vafn­ings­mál­ið en seg­ist aldrei hafa reynt að stöðva frétta­flutn­ing

Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um við­skipti hans í Glitni fyr­ir hrun né orð­ið við við­tals­beiðn­um. „Ég hef aldrei veigr­að mér við því að koma með skýr­ing­ar og svör við því sem menn vilja vita um mín mál­efni,“ sagði hann samt í við­tali við RÚV í gær.
Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar

Fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar greiddi upp skuld­ir hans vegna áhættu­við­skipta

Bjarni Bene­dikts­son gerði fram­virka hluta­bréfa­samn­inga við Glitni sem hann tap­aði miklu á. Lehm­an Brot­h­ers, Morg­an Stanley og Danske Bank voru bank­arn­ir sem hann valdi í von um skamm­tíma­hagn­að af hluta­bréfa­verði þeirra. Á end­an­um tók fað­ir Bjarna yf­ir rúm­lega 100 millj­ón­ir af per­sónu­leg­um skuld­um vegna við­skipta hans.
Vitnisburður Bjarna Benediktssonar í Vafningsmálinu stangast á við gögn
Rannsókn

Vitn­is­burð­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar í Vafn­ings­mál­inu stang­ast á við gögn

Bjarni Bene­dikts­son tók virk­an þátt í fjár­fest­ing­um fé­lags föð­ur síns Hafsilf­urs ehf. sem var stór hlut­hafi í Glitni á ár­un­um fyr­ir hrun. Í gögn­un­um sem Stund­in fékk í gegn­um breska blað­ið The Guar­di­an eru mörg skjöl sem sýna að bank­inn leit á Bjarna sem eig­anda fé­lags­ins. Þetta fé­lag var einn af þát­tak­end­un­um í Vafn­ings­mál­inu sem Bjarni hef­ur sagt að hann hafi ein­göngu kom­ið að sem um­boðs­að­ili föð­ur síns og föð­ur­bróð­ur.
Bjarni bað um „reglulegt samband“ við bankastjóra Glitnis í aðdraganda hrunsins
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar

Bjarni bað um „reglu­legt sam­band“ við banka­stjóra Glitn­is í að­drag­anda hruns­ins

Bjarni Bene­dikts­son bað um reglu­leg sam­skipti við Lár­us Weld­ing, banka­stjóra Glitn­is, í að­drag­anda banka­hruns­ins á Ís­landi. Með­al ann­ars voru þeir sam­an fyr­ir „aust­an“ í ág­úst 2008. Bjarni er ósátt­ur við full­yrð­ing­ar Stund­ar­inn­ar um veru hans á fund­um um stöðu Glitn­is í að­drag­anda banka­hruns­ins.
Seldi tveimur dögum eftir fund um „með hvaða hætti ríkisstjórnin getur komið að lausn vanda bankanna“
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar

Seldi tveim­ur dög­um eft­ir fund um „með hvaða hætti rík­is­stjórn­in get­ur kom­ið að lausn vanda bank­anna“

Bjarni Bene­dikts­son fund­aði með Lár­usi Weld­ing þann 19. fe­brú­ar 2008 og seldi hluta­bréf í Glitni upp á 119 millj­ón­ir dag­ana á eft­ir. Efni fund­ar­ins er lýst í tölvu­pósti milli Glitn­ismanna, en Bjarni hafn­ar því að þar hafi ver­ið fjall­að um stöðu Glitn­is.
Seldi 1200 milljónir í Sjóði 9 tveimur tímum fyrir lokun
RannsóknViðskipti Bjarna Benediktssonar

Seldi 1200 millj­ón­ir í Sjóði 9 tveim­ur tím­um fyr­ir lok­un

Ein­ar Sveins­son, fjár­fest­ir og föð­ur­bróð­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, seldi eign­ir í Sjóði sama dag og neyð­ar­lög­in voru sett þann 6. októ­ber 2008. Ein­ar hellti sér yf­ir starfs­mann Glitn­is eft­ir að hann fékk veðkall frá bank­an­um í að­drag­anda hruns­ins. Eign­ar­halds­fé­lag Ein­ars og hann sjálf­ur vörðu sig gegn 176 millj­óna tapi með við­skipt­un­um. Fé­lag Ein­ars fékk nið­ur­felld­ar skuld­ir eft­ir hrun.
Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis
RannsóknViðskipti Bjarna Benediktssonar

Bene­dikt var leyst­ur und­an sjálf­skuld­arábyrgð skömmu fyr­ir þjóð­nýt­ingu Glitn­is

Slita­stjórn Glitn­is tók tvö mál tengd Bene­dikt Sveins­syni til skoð­un­ar eft­ir hrun. Hann seldi hluta­bréf sín í Glitni fyr­ir um 850 millj­ón­ir króna rétt eft­ir að­komu að Vafn­ings­flétt­unni sem tal­in var auka áhættu bank­ans. Hann inn­leysti svo 500 millj­ón­ir úr Sjóði 9 þrem­ur dög­um fyr­ir þjóð­nýt­ingu Glitn­is og milli­færði til Flórída.

Mest lesið undanfarið ár