Flokkur

Félagsmál

Greinar

Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga
Fréttir

Barna­vernd skort­ir úr­ræði vegna for­sjár dæmdra barn­aníð­inga

Eng­ar sér­stak­ar regl­ur eða ferl­ar eru í gildi hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur ef for­eldri er kært eða dæmt fyr­ir barn­aníð. For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu seg­ir að brota­löm sé að finna í lagaum­hverf­inu og tel­ur mikla þörf á að bæta eft­ir­lit þeg­ar fólk er dæmt fyr­ir barn­aníð. Hreyf­ing­in Líf án of­beld­is krefst þess að börn séu vernd­uð gegn of­beldi.
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
Viðtal

„Það er eins og barn­ið mitt komi mér ekki við“

Barn­s­móð­ir manns­ins sem ný­ver­ið var dæmd­ur í sjö ára fang­elsi vegna al­var­legra kyn­ferð­is­brota gegn þá barn­ung­um syni sín­um hef­ur eng­ar upp­lýs­ing­ar feng­ið um hvar son­ur þeirra eigi að búa þeg­ar fað­ir­inn fer í fang­elsi. Son­ur­inn, sem er yngri bróð­ir þess sem brot­ið var á, er þrett­án ára og býr enn hjá dæmd­um föð­ur sín­um, sem fer einn með for­sjá hans.
Draumur að eiga dúkkubarn
Viðtal

Draum­ur að eiga dúkku­barn

Nokkr­ar sein­fær­ar ung­ar kon­ur hafa að und­an­förnu feng­ið sér dúkk­ur sem þær kalla „dúkku­börn“. Með­al ann­ars er um að ræða dúkk­ur sem fram­leidd­ar eru er­lend­is með fólk í huga sem misst hef­ur barn og vega minnstu dúkk­urn­ar álíka mik­ið og fyr­ir­bur­ar en einnig eins og ný­fætt barn. Dúkk­urn­ar eru hand­gerð­ar og á sum­um þeirra eru manns­hár. Lena Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir og Dag­mar Ósk Héð­ins­dótt­ir eru í hópi fyrr­nefndra kvenna og finna þær fyr­ir mik­illi vernd­ar­til­finn­ingu gagn­vart dúkk­un­um, þær láta dúkk­urn­ar liggja í vögg­um og barna­kerr­um, þær kaupa á þær barna­föt og hugsa í raun um þær að sumu leyti eins og um börn­in þeirra væri að ræða.
Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu
Rannsókn

Sjálfs­varn­ar­nám­skeið fyr­ir kon­ur gagn­rýnt fyr­ir of­beld­is­dýrk­un og vill­andi kynn­ingu

Ís­lenskt sjálfs­varn­ar­nám­skeið þar sem kon­ur læra að lifa af hryðju­verka­árás­ir, mann­rán og heim­il­isof­beldi, er gagn­rýnt fyr­ir að nota of­beldi í aug­lýs­inga­skyni og tengja sig við lög­regl­una, þótt lög­regl­an hafni sam­starfi. Í kynn­ing­ar­efni frá nám­skeiðs­höld­ur­um nota kon­ur með­al ann­ars hríðskota­byss­ur, skamm­byss­ur og hnífa.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið undanfarið ár